Einar Már les úr verkum sínum í dag


Í dag kl. 15.30 les Einar Már Guðmundsson rithöfundur úr verkum sínum í Kaffi Rauðku. Hann er aðalgestur á Ljóðahátíðinni Glóð sem Ungmennafélagið Glói og Félag um Ljóðasetur Íslands standa að og nú er haldin í fimmta sinn.

Einar Már er einn þekktasti rithöfundur þjóðarinnar, hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar svo sem bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og gerðar hafa verið kvikmyndir eftir mörgum bóka hans. En hann er einnig ljóðskáld og hefur sent frá sér sex ljóðabækur, tvö ljóðasöfn og hljómdisk með ljóðalestri.

Úrslit í ljóðasamkeppni nema við Grunnskóla Fjallabyggðar verða kunngjörð kl. 17 við athöfn í Ráðhússalnum. Ljóðahátíðinni lýkur svo með ?Kósíkvöldi? í Ljóðasetri Íslands við Túngötu. Þar verður opið kl. 20-22 og á dagskrá er söngur, gítarspil og ljóðagjörningur við kertaljós.

Úr ljóðabókinni ?Í auga óreiðunnar?:

Nú vil ég biðja þá

sem í óskammfeilni sinni

gengu niður Laugaveginn

einhvern tíma í nóvember

árið 1932

að vera svo vingjarnlega að snúa við

og ganga hann upp.


Einar Már Guðmundsson.
Mynd: Af vefsíðu Einars Más (http://einarmar.bloggar.is/).
Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is