Ein milljón eintaka

Þeim áfanga var fagnað í gær að spennusagnahöfundurinn Ragnar Jónasson hefur selt eina milljón eintaka af bókum sínum, þar af 500 þúsund bækur í Frakklandi, 250 þúsund í Bretlandi, 100 þúsund í Bandaríkjunum og 65 þúsund á Íslandi. Morgunblaðið greindi frá. Sjá nánar í fylgju hér fyrir neðan.

Þess má geta að ein af tengdadætrum Siglufjarðar, Hólmfríður Helga Jósefsdóttir, keypti milljónasta eintakið. Eiginmaður hennar er Vernharður Skarphéðinsson.

Hamingjuóskir úr norðrinu suður.

Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]
Fylgja: Úr Morgunblaðinu í gær.