Ein almannavarnarnefnd starfandi í Eyjafirði


?Ein almannavarnanefnd er nú starfandi á Eyjafjarðarsvæðinu, en um áramót bættist Fjallabyggð við Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar. Innanríkisráðherra staðfesti breytinguna í byrjun mars og barst hún sýslumanni nú í vikunni, en hann er yfirmaður Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar.? Þessu greindi miðillinn Vikudagur.is á Akureyri frá í gær.

Og áfram sagði þetta: ?Björn Jósef Arnviðarson sýslumaður segir að Eyjafjörður sé eitt lögregluumdæmi og því hafi þótt eðlilegt að hafa einnig eina almannavarnarnefnd yfir allt svæðið. Öll sjö sveitarfélögin í Eyjafirði standa nú saman að nefndinni eftir að Fjallabyggð hefur bæst í hópinn.

?Við erum nú með öflugt stjórntæki fyrir allan Eyjafjörð sem getur brugðist við komi upp vá á svæðinu sem kallar á að nefndin komi að málum,? segir Björn Jósef. Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar starfar á grundvelli gildandi laga og reglugerða á hverjum tíma, en helstu hlutverk hennar er m.a. að móta stefnu og skipuleggja starf sitt að almannavörnum í héraði sem og að vinna að gerð hættumats og viðbragðsáætlana.

Nefndin starfrækir eina aðgerðarstjórn sem hefur aðsetur á Akureyri og samhæfir hún, að sögn Björns Jósefs, aðgerðir ef upp kemur einhver sá atburður sem kallar á aðgerðir nefndarinnar. Þá eru starfandi tvær vettvangsstjórnir, í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.?

Sjá hér.

Frá undirritun sameiningar almannavarna í umdæmi lögreglustjórans á Akureyri.

Mynd: Fengin með leyfi af miðlinum Vikudagur.is.

Texti: Vikudagur.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is