Egill Helgason ræðir við Örlyg Kristfinnsson


Sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Egill Helgason, er staddur hér í bæ á vegum
þáttar síns, Kiljunnar, ásamt föruneyti og er tilgangurinn einkum sá að
ræða við Örlyg Kristfinnsson vegna bókar hans, Svipmyndir úr síldarbæ,
sem út kom fyrir síðustu jól og hefur fengið glymrandi viðtökur eins og
flestum ætti að vera orðið kunnugt. Þátturinn verður sýndur einhvern
tíma á næstu vikum.

Það verður gaman enda kann Örlygur frá mörgu að segja úr liðinni tíð og gerir það aukinheldur vel.

Egill Helgason og föruneyti, ásamt Örlygi Kristfinnssyni, fyrr í dag.

Rithöfundurinn í viðtali.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is