Eftirréttur ársins 2012


?Keppnin Eftirréttur ársins 2012 fór fram nú í vikunni á Hilton Nordica og voru 36 sem kepptu en keppnisrétt höfðu þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamningi í fyrrnefndum greinum. Það var Fannar Vernharðsson matreiðslumaður á Vox sem sigraði keppnina Eftirréttur ársins 2012 með glæsilegum eftirrétti.? Þetta má lesa á vefnum Freisting.is.

Fyrir þau sem ekki vita er Fannar sonur Huldu Kobbelt og Vernharðs Hafliðasonar.

Siglfirðingur.is óskar honum innilega til hamingju með sigurinn.

Sjá líka hér frá 5. janúar 2011.

Fannar Vernharðsson með verðlaunagripinn.

Mynd: Af vefnum Freisting.is. Birt með leyfi.

Texti: Af vefnum Freisting.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is