Efnilegir skíðakrakkar við æfingar í Hollandi


?Það finnst ennþá áhugi og metnaður að ná langt í íþróttum. Efnilegir skíðakrakkar eru nú við æfingar í Hollandi.

 Í nokkur ár hefur hópur krakka á Reykjavíkursvæðinu sem kallar sig Iceland Skiracers æft saman. Þetta eru krakkar á aldrinum 7 til 12 ára. Sigurður Nikulásson þjálfari og Einar Bjarnason hafa farið fyrir hópnum en þetta eru að stórum hluta krakkar frá skíðafélögum á Reykjavíkursvæðinu en nú hafa krakkar utan að landi bæst í hópinn,? sagði á vefnum Íþróttir.is þann 29. október. ?

Hópurinn er nú við æfingar í Hollandi í inniskíðahúsi en nokkur lið – þar á meðal landslið Íslands – hafa æft í þessu skíðahúsi í Landgraaf. Aðstaða er öll til fyrirmyndar á þessum stað. Þetta hófst fyrir fjórum árum og hefur vaxið ár frá ári, þrátt fyrir að lítill snjór hafi verið í Bláfjöllum þá er farið til æfinga út á land um helgar. Síðasti vetur var í raun góður hér sunnan heiða og mikið skíðað í Bláfjöllum en þegar hópur sem þessi hefur háleit markmið þá er farið í lengri æfingaferðir út á land eða erlendis.Það er lagt mikið upp úr að krakkarnir mæti vel á æfingar. Snjóboltinn rúllar og árangur er farinn að sjást hjá þessum krökkum sem æfa með Iceland Skiracers. 
Þau hafa sýnt það í mótum að þau eru öflug og raða sér oftast í efstu sætin á skíðamótum á Íslandi. 

Þarna fara örugglega framtíðar skíðamenn og konur og það verða örugglega einhver af þessum krökkum sem munu keppa fyrir Íslands hönd á stórmótum í framtíðinni.?

Við þetta er að bæta að í þessum hópi voru þrjú börn úr Fjallabyggð, Elísabet Alla Rúnarsdóttir, Óskar Ingvarsson og Sandra Ásmundsdóttir.

Þarna er hópurinn sem um ræðir.

Mynd: Fengin af Íþróttir.is.

Texti: Íþróttir.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is