Efnilegasti leikmaður Vals


Valur er sem kunnugt er Íslandsmeistari karla í knattspyrnu árið 2018. Í lokahófi félagsins sem haldið var 29. september síðastliðinn var Vitor Vieira Thomas, sem fæddur er árið 1999, valinn efnilegastur leikmanna. Hann er frá Brasilíu en flutti hingað til Siglufjarðar ungur að árum með foreldrum sínum, Priscila Jaques Vieira og Rodrigo Junqueira Thomas. Yngri bróðir Vitors er Lucas Vieira Thomas, fæddur árið 2009.

Vitor lék áður með KF, þar sem hann sömuleiðis hafði verið valinn efnilegastur, en gekk í raðir Valsmanna 1. febrúar síðastliðinn.

Siglfirðingur.is óskar honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju.

Íslandsmeistari með Val 2018. Vitor er hægra megin í miðröðinni.

Með foreldrum sínum á útskriftardegi úr Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir þremur árum.

Svipmyndir frá ýmsum tíma.

Foreldrarnir með yngri syninum.

Forsíðumynd og hópmynd: Af Facebook-síðu Vals.
Útskriftarmynd: Guðný Ágústsdóttir. Birt með leyfi.
Aðrar myndir: Af Facebook-síðu Rodrigo Junqueira Thomas.

Texti: Sigurður Ægisson| sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is