Dýpkun Siglufjarðarhafnar lokið


„Fyrirtækið Hagtak hefur lokið við að dýpka Siglufjarðarhöfn, en vinna við verkið hófst í apríl. Fjarlægðir voru 3440 rúmmetrar af efni en upphaflega stóð til að taka 2500 rúmmetra. Viðbótin skýrist af viðbótarverki við innsiglingu í innri höfnina á Siglufirði.  Heildarkostnaður fyrir upphaflegu 2500 rúmmetrana voru tæpar 7 milljónir króna án virðisaukaskatts.“ Héðinsfjörður.is greinir frá þessu.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Héðinsfjörður.is (Magnús Rúnar Magnússon) / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is