Dúfurnar í Siglufirði

dreamcatcher

Sælt veri fólkið.

Ég hef um nokkurt skeið verið að hugsa
um að taka saman einhvern fróðleik um landnámssögu húsdúfunnar í
Siglufirði og þætti vænt um ef lesendur gætu lagt eitthvað í púkk hvað
það varðar. Sjálfur man ég eftir þeim fuglum í Alþýðuhúsinu og
kirkjuturninum, sem og í Antonsbrakka. Og þær munu líka hafa verið í
Roaldsbrakka. En voru þær á fleiri stöðum? Og
hversu margar þegar best lét? Og skyldu vera til gamlar myndir af þeim?

Upplýsingar mætti t.d. senda á netfangið sae@sae.is.

Í von um góð viðbrögð.

Kveðja.

Sigurður Ægisson

Þessar tvær eru ekkert langt frá bjargdúfunni i útliti.


En svo eru þær líka skræpóttar.


Í þessum skúr er athvarf þeirra í dag.

Myndir og texti:
Sigurður Ægisson
sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is