Drottning siglfirskra fjalla


Hólshyrnan, drottning siglfirsku fjallanna, var umvafin þoku í morgun, sem fór henni reyndar vel og sveipaði hana ákveðinni dulúð.

Eins og fögur kona er hún alltaf flott, sama hverju hún klæðist.

Samkvæmt Íslandsatlasinum frá árinu 2005 er hún 687 m á hæð, en virðist teygja sig enn hærra og gnæfa yfir allt annað í kringum sig af því að hún er svo nærri bænum.

Lengi var talið að Illviðrishnjúkur (sem einnig hefur verið nefndur Illveðurshnjúkur og Illviðrahnjúkur og jafnvel eitthvað fleira) væri hæsta fjall við Siglufjörð (895 m) en nú mun Almenningshnakki eða Hnakkinn, sunnan við Hólsskarð, vera þessa heiðurs aðnjótandi, 929 m hár að því er segir á snokur.is (http://snokur.is/siglufjordur-holl.html).

Meira um þetta síðar (undir Fróðleikur).

Hólshyrnan í morgun.

Illviðrishnjúkur 3. september 2010.

Almenningshnakki 26. júlí 2010.

Annað sjónarhorn, 27. júlí 2003.

Strýtan bendir nokkurn veginn á Almenningshnakka, sem er þó aðeins til vinstri.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is