Dræm kosningaþátttaka hér eins og víða annars staðar


Í dag var kosið til stjórnlagaþings og virðist þátttaka hafa verið dræm á
landinu öllu. Um kl. 21.00 höfðu ekki nema um 30% mætt á
kjörstað í Reykjavík og eitthvað svipað í Kópavogi.

Á Siglufirði var lokað kl. 20.00; tveimur klukkustundum áður höfðu ekki nema um 200 manns litið þar inn til að greiða atkvæði.

Samkvæmt upplýsingum frá landskjörstjórn er möguleiki á að niðurstöður liggi jafnvel fyrir annað
kvöld, sem er nokkru fyrr en áætlað hafði verið.

Kjörstjórnin – einvalalið og virðulegt.

Og allt var að sönnu til reiðu.

En fáir mættu til að kjósa.Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is