Dr. Gunni ánægður með Siglufjörð


Tónlistarmaðurinn og sjónvarpsmaðurinn Gunnar Hjálmarsson, dr. Gunni, segir í nýjustu færslu sinni á Eyjunni (http://eyjan.is/goto/drgunni/) frá ferð um Norðurland: ?Að sjálfssögðu fórum við nýju göngin til Siglufjarðar. Göng í tvennu lagi með Héðinsfjörð á milli, 7.1 km + 3.9 km og ókeypis. Svo er maður að fara 6 km í Hvalfirðinum og ennþá að borga fyrir það (nýlega var farið hækkað í þúsund kall, en maður er náttúrlega með 10 miða kort sem kostar 6.350 kr). Kannski er bara ok að þetta sé svona, aumingja landsbyggðin og svona? Ég sé fram á að Siglufjörður verði mun oftar í rúntinum en áður, vegna ganganna. Þetta er kaótískt uppbyggður bær með mikla fortíð gullæðis. Rauðka hefur verið að gera frábæra hluti þarna í uppbyggingunni, skærlitu húsin í miðbænum eru algjör snilld. Hvergi er tilvaldara að fá sér síldarhlaðborð í hádeginu en á Hannes Boy Café, það kostaði 1990 kall á mann. Allskonar síld á rúgbrauð plús massífur plokkari. Var leiddur um pleisið og sýndur töff tónleikastaður í bláa húsinu.? En svo kemur ein vinsamleg ábending: ?Eitt er slappt á Siglufirði. Það vantar alveg göngustíg eða gangstétt úr miðbænum í hið frábæra Síldarminjasafn. Maður var að tölta í malarkanti með blússandi tjaldvagnatrukka allt í kring og það var hálf skerí. Miðað við uppbyggingarkraftinn í bænum verður þessu væntanlega kippt í lag fljótlega. Síldarsafnið já. Mjög fínt að skoða þetta þótt ég hafi lítinn áhuga á síldarvinnslu. Gríðarlega metnaðarfullt og flott.?

Úr Roaldsbrakka.


Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Texti: Gunnar Hjálmarssson / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is