Dósasöfnun á Siglufirði


Knattspyrnukrakkar úr 5. og 6. flokki karla og kvenna hjá KF ætla í vikunni að ganga í hús á Siglufirði og safna dósum í fjáröflunarskyni. Krakkarnir eru að fara á stór knattspyrnumót í sumar og er dósasöfnunin liður í fjáröflun fyrir þau mót. Strákarnir í 5. flokki eru að fara á N1 mótið á Akureyri, strákarnir í 6. flokki eru að fara á Orkumótið í Vestmanneyjum og stelpurnar í 5. og 6. flokki eru að fara á Símamótið í Kópavogi. Foreldrar krakkanna ætla að aðstoða þá við söfnunina og munu krakkarnir ganga í hús þriðjudaginn 10. janúar (miðvikudagurinn 11. janúar og fimmtudagurinn 12. janúar eru til vara ef veður verður óhagstætt).

Við hvetjum bæjarbúa til að taka vel á móti krökkunum og styrkja þá í þessari söfnun.

Með knattspyrnukveðju,
iðkendur og foreldrar 5. og 6. flokks karla og kvenna

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is