Dómkórinn í Bátahúsinu


Dómkórinn í Reykjavík og Síldarminjasafnið bjóða íbúum Fjallabyggðar á
tónleika í Bátahúsinu kl. 14.00 á morgun, sunnudaginn 22. maí. Kórinn
var með tónleika á Dalvík í dag og á heimleið kemur fólkið við á
Siglufirði, skoðar safnið og launin eru fríir tónleikar fyrir
Fjallabyggðinga. Sami háttur var hafður á þegar Kór Norðfjarðarkirkju
kom í heimsókn í apríl, þá bauð Síldarminjasafnið til tónleika sem voru
mjög skemmtilegir og vel sóttir. Á efnisskrá Dómkórsins eru íslensk
þjóðlög og enskir madrígalar. Stjórnandi er Kári Þormar.

Það er alltaf einhver mjög svo sérstök tilfinning og upplifun að hlusta á söng og tónlist í Bátahúsinu.

Hér má sjá Karlakór Siglufjarðar um borð í Tý; myndin er fengin af vefsíðunni www.kks.is.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is