Dísin þokkafulla


Tómas Guðbjartsson og félagar voru á Siglufirði um helgina og dásama enn Siglufjarðarfjöll og aðstæður til skíðaiðkunar. Í færslu á Facebook á mánudag, 14. maí, segir hann: „Dísin þokkafulla skíðuð í gær. Í gær buðust fullkomnar aðstæður til að skíða niður norðausturhlið Dísarinnar (Móskógahnjúks) – en þessa leið hafði ég ekki skíðað áður né heldur skíðadrottningin Auður Kristín Ebenezersdóttir og ljósmyndarinn Sigtryggur Ari Jóhannsson. Þessi píramídalaga tindur er að mínu mati tilkomumesti tindurinn í nágrenni Sigló og sést víða að, m.a. úr bænum og langt utan af sjó. Gengum á fjallaskíðaskíðum upp frá Skútudal á Presthnjúk og þræddum snarbratta hryggi að Dísinni. … Biksvört brekka og dúndurstuð.“

Mynd: Af Facebooksíðu Tómasar Guðbjartssonar.
Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is