Dimma


„Lögreglufulltrúinn Hulda rannsakar síðasta sakamálið sitt áður en henni er gert að hætta störfum fyrir aldurs sakir, 64 ára gömul. Ung kona, hælis­leitandi frá Rússlandi, finnst látin á Vatnsleysu­strönd og bendir ýmislegt til þess að hún hafi verið myrt. Engum er hægt að treysta og enginn segir allan sannleik­ann. Hörmulegir atburðir úr fortíð Huldu sækja á hana og hún gerir afdrifarík mistök við rannsóknina sem hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar.“

Þetta segir um nýjustu bók Ragnars Jónarssonar, en hún nefnist Dimma og er væntanleg í október frá Veröld.

Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápuna.

 

Mynd: Ragnar Helgi Ólafsson.
Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is