Dimma fer til Hollywood


Greg Silverman, fyrrverandi forstjóri kvikmyndarisans Warner Brothers, hefur tryggt sér réttinn á Dimmu eftir Ragnar Jónasson. Ætlunin er að framleiða sjónvarpsþáttaröð eftir sögunni en hún er upphaf þríleiks Ragnars um lögreglukonuna Huldu.“

Fréttablaðið greindi frá þessu í gær. Áfram sagði þar: „Á meðal þeirra mynda sem Greg Silverman lét Warner Brothers framleiða á meðan hann réð þar ríkjum er Óskarsverðlaunamyndin A Star is Born með Lady Gaga og Bradley Cooper. Fyrirtæki Silvermans, Stampede, mun framleiða þáttaröðina en á bak við það standa ýmsir fjárfestar, þar á meðal Gideon Yu, fyrrum fjármálastjóri Facebook og YouTube, og einn af eigendum ruðningsliðsins San Francisco 49ers.

Dimma eftir Ragnar Jónasson kom út árið 2015 og hefur rétturinn á henni verið seldur út um víða veröld. Frægðarsól Ragnars hefur risið hratt á undanförnum árum. Snjóblinda náði efsta sætinu hjá Amazon í Bretlandi og Myrknætti var mest selda glæpasagan í Frakklandi á dögunum. Dimma var gefin út í Bandaríkjnum ekki alls fyrir löngu og hafa viðtökur verið afar góðar og sagði gagnrýnandi Washington Post meðal annars að hún væri „framúrskarandi“.“

Hér er slóð á viðtal við Ragnar á útvarpsstöðinni K100 í gærmorgun.

Forsíðumynd (úr safni): Sigurður Ægisson | [email protected]
Bókarkápa: Aðsend.

Texti: Fréttablaðið / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]