Dílaskarfur í blessunarstellingu


Þessi virðulegi dílaskarfur var að messa eða blessa á tanganum framan við Roaldsbrakka í gær, eða m.ö.o. að reyna að þurrka sig, þegar ljósmyndara bar að garði, en gekk það misjafnlega, enda ýmist rigning eða súld þá stundina. Að lokum gafst hann upp og beið rólegur eftir næsta hléi og tók þá upp þráðinn þar sem frá var horfið. 

Hann á sér annars mörg alþýðuheiti, hefur verið kallaður bjargskarfur, díli, dílskarfur, golsi, hnuplungur, hnyplingur, skarbur, skarfur, skerjaskarfur, stóri skarfur, stórskarfur, sæhrafn, urðarskarfur og útileguskarfur. Og ungfuglinn gráskarfur.

Dílaskarfurinn um miðjan dag í gær.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is