Dílaskarfur glímir við þyrskling


Þegar fréttamaður var á útkíkki á dögunum, í grámanum, rak hann augun í
dílaskarf sem var að glíma við þyrskling, í fjöruborðinu suður af
Óskarsbryggju. Það voru átök í lagi. En eftir drykklanga stund tókst
fuglinum loks að innbyrða bráð sína, hafandi þá ítrekað kafað með hana
og reynt ýmsar kúnstir aðrar líka við yfirborðið.

Hér eru nokkrar myndir.


Fyrst var að reyna þessa aðferð.


Svo aðra.


Og aftur hina.


En árangurslaust.


Ítrekað kafað og hamast svo í yfirborðinu.


Litlu síðar rann fiskurinn niður í kokið.


Og einn synti mettur til hafs.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is