Dagur myndlistar 2016


Ár hvert hefur Dagur myndlistar verið haldinn um land allt með opnum vinnustofum listamanna. Í ár er hverjum listamanni gefið frjálst að hafa opið hús eftir því sem hentar hverjum og einum.

Laugardaginn 1. október næstkomandi kl. 14.00-18.00 verður opin vinnustofa hjá Aðalheiði S. Eysteinsdóttur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Einnig mun Aðalheiður opna sýningu í Kompunni á lágmyndum sem hún hefur verið að vinna undanfarið. Myndröðina kallar Aðalheiður Á milli vita, og sameinar hún á ýmsan hátt verk hennar undanfarin 25 ár.

Eigum góðan dag saman.

Léttar veitingar í boði og allir velkomnir.

Fjallabyggð, Menningarráð Eyþings, Egilssíld og Fiskkompaníið styðja menningarstarf í Alþýðuhúsinu.

Myndir og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]