Dagur aldraðra á morgun


Á morgun, uppstigningardag, 5. maí, sem jafnframt er Dagur aldraðra, verður almenn guðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju. Hún hefst kl. 14.00. Sr. Gylfi Jónsson á Hólum prédikar. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kirkjukór Siglufjarðar og Vorboðakórinn syngja. Eldriborgarar lesa ritningarlestra. Að guðsþjónustu lokinni býður Systrafélag Siglufjarðarkirkju kirkjugestum að þiggja veitingar í safnaðarheimilinu.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is