Dagþjónusta aldraðra komin með heimasíðu


Dagþjónusta aldraðra er ætlað sem stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. 

Megináherslur í starfinu eru að:

  • Rjúfa félagslega einangrun og efla þátttöku daglegra athafna.
  • Bjóða upp á þjónustu sem auðveldar fólki að búa sem lengst heima.
  • Að hafa notalegt umhverfi þannig að starfsfólk og gestir geti í sameiningu mótað starfsemina.
  • Að hver dagur verði góður og ánægjulegur.

 

Allir 60 ára og eldri og öryrkjar eru velkomnir í félagsstarfið, ekki aðeins þeir sem eru í dagþjónustu.

Allar nánari upplýsingar um starfsemina gefur Helga Hermannsdóttir í símum 467-1147 og 898-1147.

Og nú er dagþjónustan komin með heimasíðu. Slóðin þangað er http://dag.fjallabyggd.is.

Svona lítur forsíða nýrrar heimasíðu Dagþjónustu aldraðra út.

Mynd og texti: Fengið af nýrri heimasíðu Dagþjónustu aldraðra (http://dag.fjallabyggd.is)

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is