Dagskrá Síldarævintýris 2015


Nú er unnið hörðum höndum að því að setja saman dagskrá fyrir komandi Síldarævintýri. Að venju hefst hátíðin með Síldardögum fimmtudaginn 23. júlí og standa þeir fram að ævintýrinu sjálfu sem svo lýkur mánudaginn 3. ágúst.

Líkt og áður óskar undirbúningsnefnd hátíðarinnar eftir því að skemmtistaðir, veitingastaðir, félagasamtök, íþróttafélög, gallerí og allir aðrir sem áhuga hafa á að koma viðburðum sínum á framfæri í dagskrá hátíðarinnar sendi allar nauðsynlegar upplýsingar á netfangið: [email protected] fyrir 20. júní nk.

Ekkert gjald er tekið fyrir auglýsingar í dagskránni.

Hjálpumst að við að gera dagskrá Síldarævintýris 2015 sem glæsilegasta!

Síldarævintýrið á Siglufirði

Mynd og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]