Dæmdir í 30 daga fangelsi fyrir að stela tólf slökkvitækjum


– tækin tekin úr Múlagöngum og Héðinsfjarðargöngum

?Tveir ungir piltar voru í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag dæmdir í
30 daga fangelsi fyrir að stela slökkvitækjum úr Múlagöngum og
Héðinsfjarðargöngum á leiðinni milli Dalvíkur og Siglufjarðar. Alls
stálu piltarnir tólf slökkvitækjum og gerðu sér að leik að sprauta úr
hluta þeirra. Í upphaflegri ákæru lögreglustjórans á Akureyri frá því
15. mars í fyrra var þeim gefið að sök að hafa stolið fimmtán
slökkvitækjum en heildarfjöldinn var lækkaður í tólf fyrir dómi,? segir á
DV.is.

Og áfram þetta: ?Fram kemur í niðurstöðu héraðsdóms að piltarnir hafi ekki áður sætt refsingum. Þeir séu ungir að árum og hefðu skýlaust viðurkennt brot sín, hefðu greitt bætur til tjónþola og lýst yfir iðran. ?Á móti kemur að ákærðu unnu verkið í sameiningu, en það verður og að teljast alvarlegt í ljósi þess að stór hluti öryggisbúnaðar var ekki til staðar í umræddum göngum eftir verknaðinn.? Fram kemur í dómsorðum að refsingu piltanna skuli fresta og hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi þeir almennt skilorð.?

 

Sjá upphaflega frétt hér.

Ólafsfjarðarmunni Héðinsfjarðarganga.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Texti: DV.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is