Dægurlagakeppni í Sæluviku


Meðal þeirra atriða sem boðið verður upp á á Sæluviku Skagfirðinga 2011 er dægurlagakeppni líkt og haldin var til margra ára af Kvenfélagi Sauðárkróks. Keppnin fer fram föstudaginn 6. maí í lok Sæluvikunnar.

Keppnin er öllum opin og eru allir lagahöfundar landsins hvattir til að senda inn lög. Dómnefnd velur svo 10 þeirra sem keppa á úrslitakvöldinu um titilinn Sæluvikulagið 2011. Skilafrestur er 1. apríl en skila þarf ?demo? af lagi og texta merkt: Dægurlagakeppni á Sauðárkróki, pósthólf 1, 550 Sauðárkrókur.

Lag og texti skulu merkt með dulnefni og meðfylgjandi skal vera umslag merkt sama dulnefni sem inniheldur nafn laga- og textahöfundar. Höfundar þeirra laga sem dómnefnd velur hafa þrjár vikur til að fullvinna lagið og skila því fullkláruðu. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið.

Nánari upplýsingar veitir Sigurpáll Aðalsteinsson í síma 895 2515 og í netfanginu videosport@simnet.is.

[Upphaflega birt á Feykir.is 10. mars 2011 kl. 08.37.]

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Feykir.is | palli@feykir.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is