Viðtöl

„Ljóðið mun halda velli”

– Matthías Johannessen skáld telur að ljóð séu leið mannsins til að leita að sál sinni Við Þórarinn Hannesson forstöðumaður Ljóðaseturs Íslands á Siglufirði mæltum okkur mót við Matthías Johannessen skáld á Mímisbar Hótel Sögu, bar sem kenndur er við guð djúprar visku í norrænni goðafræði. Tilgangurinn var að kynna Ljóðasetrið fyrir Matthíasi, sem er…

Tímamót í sögu síldarbæjarins

– Meira en 80 ára sögu fiskimjölsframleiðslu í Siglufirði er að ljúka – Þórður G. Andersen verksmiðjustjóri hefur varið allri starfsævinni í verksmiðjunni, frá því hann byrjaði þar níu ára gamall Peningalyktin heyrir nú sögunni til í Siglufirði. Stóra fiskimjölsverksmiðjan, sem er sú síðasta í þessum fyrrverandi helsta síldarbæ landsins, hefur verið seld til útlanda….

„Það er allt svo rólegt og gott hérna”

– þrjár systur flytja með allt sitt úr höfuðborginni og norður til Siglufjarðar „Allir vilja suður” hefur löngum verið máltæki úti í hinum dreifðu byggðum og víst er að margur hefur í gegnum tíðina leitað þangað til að freista gæfunnar, enda hefur þjónustan jafnan verið talið meiri þar en annars staðar. Og afleiðingin er sú…

Svipleg örlög

Í Héðinsfirði er sumarfagurt, en vetrarríki mikið. Þar eru landkostir góðir fyrir sauðfé en erfiðar smalamennskur sumstaðar vegna brattra fjalla. Hlunnindi eru þar nokkur, silungsveiði í stóru vatni í miðjum dalnum, sem gengur inn af firðinum, talsverður reki og gnægð sjófangs var til skamms tíma upp við landsteinana. Há fjöll umlykja Héðinsfjörð og dalina sem…

Í Villimannahverfi

Sú var tíðin að hluti norðurbæjarins á Siglfirði var nefndur Villimannahverfið. Strákar sem þar ólust upp vörðu hverfið með kjafti og klóm og þá sérstaklega ruslahauga bæjarins þar sem ýmsa gullmola mátti finna. „Líklega var ég um sjö ára þegar ég byrjaði fyrst að fara á haugana. Hernámsliðið sem hér var, breskir og bandarískir dátar,…

Siglfirzk verzlun á fyrstu tímum

– viðtal við Andrés Hafliðason um verzlunina hér allt frá aldamótum Í tilefni af frídegi verzlunarmanna leitaði tíðindamaður blaðsins til Andrésar Hafliðasonar, sem eins af elztu verzlunarmönnum bæjarins, og innti hann tíðinda um sögu siglfirzkrar verzlunar. Andrés lét fúslega í té ýmsar fróðlegar og skemmtilegar upplýsingar um verzlunarmál bæjarins allt frá aldamótum. Hvenær hófst þú…

„Ég myndi vilja sjá að hér risi nýtísku sjómannabær”

Sveinn Björnsson hefur upplifað sitt lítið af hverju á langri ævi, og er hann þó enn á besta aldri og hefur sjaldan ef þá nokkurn tíma verið hressari. Á dögunum settist hann niður með öðrum villimanni, Sigurði Ægissyni, og rifjaði í tilefni sjómannadagsins upp gamla tíma, þegar allt var leyfilegt, ólíkt því sem nú er,…

Geitungar – geðstirðir grannar

Geitungar tilheyra flokki skordýra, en þar er að finna 10-80 milljónir tegunda, að því er fræðimenn ætla. Af þeim hafa á Íslandi einungis fundist tæplega 1.300 tegundir. Ættbálkar skordýra eru 32 talsins og er geitungum skipað í þann er nefnist æðvængjur (Hymenoptera). Honum er skipt í tvo undirættbálka, annars vegar sagvespur (Symphyta) og hins vegar…

„Stoltust er ég af börnunum”

„Gummi Skarp bauð mér far um daginn, þegar ég ætlaði í bankann. Hann stoppaði fyrir framan Kaupfélagið, og ég uppgötva þegar ég kem inn í bankann að mig vantar annan svarta fingravettlinginn minn. Ég sé út um gluggann að hann er á götunni, hafði dottið þegar ég fór út úr bílnum. „Gréta, vettlingurinn þinn er…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]