Viðtöl

Fiskbúð Fjallabyggðar

Hún er Ólafsfirðingur, fædd 1989, hann Akureyringur, fæddur 1979, fyrrverandi yfirkokkur á Bautanum. Á vordögum ákváðu þau hjón að venda sínu kvæði í kross og gerast fisksalar og keyptu í því skyni rótgróið fyrirtæki á Siglufirði, hafandi árinu áður flutt búferlum til Ólafsfjarðar. Þetta eru Valgerður Kr. Þorsteinsdóttir og Hákon Sæmundsson. Þau opnuðu 16. júní…

Safnar hjörtum í náttúrunni

Ásta Henriksen fæddist á Siglufirði árið 1964 og er uppalin hér, fór eftir skyldunám í Menntaskólann á Akureyri og þaðan svo í enn frekara nám að honum loknum og hefur undanfarna tvo áratugi verið enskukennari við Verzlunarskóla Íslands. Þegar tækifæri gefast leggur hún stund á göngur til að halda líkamanum í góðu formi og ekki…

Súkkulaðikaffihús Fríðu

Handgerðir bjórkonfektmolar, gráðaostakonfektmolar, rúgbrauðskonfektmolar, sítrónukonfektmolar. Allir úr úrvalssúkkulaði, belgísku. Þetta hljómar dálítið framandi, virðist eiga við eitthvað sem eingöngu mætti rekast á í einhverju útlandinu, en er þó til sölu í nýju kaffihúsi á Siglufirði, í eigu listamannsins Fríðu Bjarkar Gylfadóttur. Það var formlega opnað 25. júní síðastliðinn og ber einfaldlega heitið frida. Viðtökurnar hafa…

Sótti kokkinn til Marokkó

Hótel Siglunes er annað tveggja hótela á Siglufirði. Eigandi þess er Hálfdán Sveinsson. Nýlega hóf þar störf kokkur sem Hálfdán sótti til Marokkó, eftir að hafa kolfallið fyrir matseldinni hjá honum, á einum besta veitingastað landsins, þar sem hann þá vann. „Já, þetta var þannig, að í mars í fyrra fór ég ásamt eiginkonu minni…

Ef fólk hafði ekki skip gat það ekki lifað í Fljótum

Óhætt er að fullyrða að enginn núlifandi Íslendingur þekki betur til sögu báta- og skipasögu Fljóta í Skagafirði en Njörður Sæberg Jóhannsson, enda hefur hann um langt árabil leitað heimilda og grandskoðað það sem fundist hefur. Hann er fæddur á Siglufirði árið 1945 og hefur búið þar alla tíð, á ættir að rekja til mikilla…

Með landnámshænsni í bakgarðinum

Það er eitthvað mjög svo heilbrigt og eðlilegt við það að fá að vakna við orginal hanagal að morgni dags, hvað þá í upphafi 21. aldar, í erli lífsins í næstum 100 ára gömlum kaupstað nyrst á Tröllaskaga, og það hafa íbúar í næsta umhverfi við Hvanneyrarbraut 52 á Siglufirði fengið að reyna að undanförnu,…

Þetta er mikið púl en alveg gríðarlega skemmtilegt

Magnús Eiríksson, 65 ára gamall, sem frá áramótunum 1973-1974 hefur búið á Siglufirði, tók 6. mars síðastliðinn þátt í Vasa-skíðagöngunni í Svíþjóð í 20. sinn og fékk að launum verðlaunapening fyrir það afrek sitt. Umrædd ganga er lengsta og fjölmennasta almenningsganga í heimi og er til minningar um frækilega skíðagöngu Gustavs Eriksson Vasa, síðar Svíakonungs,…

Ein í stuði

Merk tímamót urðu í iðnsögu Siglufjarðar á dögunum, þegar Freyja Þorfinnsdóttir, nemi í rafvirkjun, hóf störf hjá Raffó ehf. Engin kona hefur áður starfað við þetta hér í bæ, að því er glöggir menn fullyrða. Freyja á reyndar sterk tengsl hingað, því henni var rúmlega ársgamalli komið í fóstur hjá Önnu Sigurbjörgu Gilsdóttur hjúkrunarkonu og…

Ljóðið er flutt til Siglufjarðar

Þórarinn Hannesson er mikill unnandi ljóða en hefur gengið skrefinu lengra en nokkur annar í ljóðelsku; stofnaði og rekur Ljóðasetur Íslands. Þórarinn Hannesson er íþróttakennari við Grunnskóla Fjallabyggðar og mikill félagsmálamaður. „Meðgangan að Ljóðasetrinu var nokkur ár; segja má að þetta hafi byrjað haustið 2005 þegar við í ungmennafélaginu Glóa, sem ég stýri á Siglufirði,…

Stuð að hætti Heldrimanna

Einn er vörubílstjóri, annar gamall togarajaxl og verkstjóri, sá þriðji fyrrverandi bóndi, sá fjórði endurskoðandi og sá fimmti tónlistarkennari og sjoppueigandi. Samanlagður aldur þeirra er 326 ár, meðalaldur 65,2 ár. Saman mynda þeir eina bílskúrsbandið á Siglufirði og eru nýbúnir að gefa út disk. Þetta eru Heldrimenn og þeir eru flottir. „Upphafið að þessu öllu…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]