Viðtöl

Hnakkur fyrir hreyfihamlaða

„Ég er búin að ganga með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár,“ segir Herdís Erlendsdóttir á Sauðanesi við utanverðan Siglufjörð að vestan, en á dögunum fékk hún loks í hendur sérsmíðaðan hnakk sem gerir hreyfihömluðum auðveldara með að stunda hestaíþróttina. Herdís og eiginmaður hennar, Jón, eiga þrjú börn og eru með sauðfjárbú, hestaleigu og…

Nú er það rúffskip

Njörður S. Jóhannsson hefur sem kunnugt er undanfarin ár verið að skrá báta- og skipasögu Fljótamanna og Siglfirðinga, ekki þó á hefðbundinn máta, heldur gerir hann nákvæm líkön af umræddum fleyjum, þar sem tomman er fetið; þetta er m.ö.o. í hlutföllunum 1 á móti 12. Til að þetta sé framkvæmanlegt þarf auðvitað að leggjast í…

Snævar Jón Andrjesson í viðtali

Nútíminn.is leit á dögunum inn á Útfararstofu Kirkjugarðanna og ræddi við Snævar Jón Andrjesson, útfararstjóra, en foreldrar hans eru Jónína Brynja Gísladóttir og Jón Andrjes Hinriksson. Viðtalið birtist í dag. Sjá hér. Mynd: Skjáskot úr myndbandi. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Lati-Brúnn

Njörður S. Jóhannsson, þúsundþjalasmiður á Siglufirði, lætur ekkert stöðva sig í viðleitni sinni að skrifa báta- og skipasögu Fljóta og Siglufjarðar, sem hann hefur unnið að lengi, fyrst með ítarlegri heimildasöfnun og síðar með því að koma þeim upplýsingum í sjáanlegt form. Nú var hann að enda við að toppa sjálfan sig, eftir að hafa…

Litið inn til Abbýjar

Það er mjög svo notalegt að hverfa inn í hina afslappandi kyrrð á Vinnustofu Abbýjar, við Aðalgötu 13 á Siglufirði, og gleyma sér eitt andartak, nú þegar aðventunni er að ljúka, með öllum sínum hávaða og látum, þvert ofan í það sem af stað var lagt með í árdögum hennar. Arnfinna Björnsdóttir er þar húsráðandi,…

Gunnar Smári Helgason

Gunnar Smári Helgason er kominn af uppfinningamönnum í föðurættina og smiðum í móðurættina og er lifandi goðsögn í heimi íslenskrar tónlistar. Fingraför hans má sjá á margri hljómplötunni sem tekin hefur verið upp og gefin út, allt frá 8. áttunda áratug síðustu aldar. Þar á meðal hafa verið kunnustu músíkantar þjóðarinnar. Bara einu sinni gafst…

Hreinsað frá Álfkonusteini

Í ágústmánuði í fyrra, eftir rigningarnar miklu í Siglufirði, var í ógáti mokað að stórum hluta yfir Álfkonustein sem þar er að finna neðarlega í Selgili á Hvanneyrarströndinni. Þetta gerðist þegar starfsmenn verktakafyrirtækisins Báss hf. voru að hreinsa gríðarlegar aurskriður sem lent höfðu á veginum og talið er að hafi verið 10-12.000 rúmmetrar að umfangi…

Fiskbúð Fjallabyggðar

Hún er Ólafsfirðingur, fædd 1989, hann Akureyringur, fæddur 1979, fyrrverandi yfirkokkur á Bautanum. Á vordögum ákváðu þau hjón að venda sínu kvæði í kross og gerast fisksalar og keyptu í því skyni rótgróið fyrirtæki á Siglufirði, hafandi árinu áður flutt búferlum til Ólafsfjarðar. Þetta eru Valgerður Kr. Þorsteinsdóttir og Hákon Sæmundsson. Þau opnuðu 16. júní…

Safnar hjörtum í náttúrunni

Ásta Henriksen fæddist á Siglufirði árið 1964 og er uppalin hér, fór eftir skyldunám í Menntaskólann á Akureyri og þaðan svo í enn frekara nám að honum loknum og hefur undanfarna tvo áratugi verið enskukennari við Verzlunarskóla Íslands. Þegar tækifæri gefast leggur hún stund á göngur til að halda líkamanum í góðu formi og ekki…

Súkkulaðikaffihús Fríðu

Handgerðir bjórkonfektmolar, gráðaostakonfektmolar, rúgbrauðskonfektmolar, sítrónukonfektmolar. Allir úr úrvalssúkkulaði, belgísku. Þetta hljómar dálítið framandi, virðist eiga við eitthvað sem eingöngu mætti rekast á í einhverju útlandinu, en er þó til sölu í nýju kaffihúsi á Siglufirði, í eigu listamannsins Fríðu Bjarkar Gylfadóttur. Það var formlega opnað 25. júní síðastliðinn og ber einfaldlega heitið frida. Viðtökurnar hafa…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is