Greinar

Fjöregg Fjallabyggðar er í hættu!

Ég er hvorki maður stórra né margra orða. En stundum má maður ekki þegja og nú er aðstæðum þannig háttað því fjöregg okkar í Fjallabyggð er í hættu; Menntaskólinn á Tröllaskaga. Unnið er að því í menntamálaráðuneytinu að setja minni framhaldsskóla á landsbyggðinni undir þá stærri og skiptir þá ekki máli hvernig þeir standa eða…

Viðar Jóhannsson: Lyftingar hjá K.S.

Er drengur nokkur á Siglufirði var 4 ára, fór hann suður með móður sinni og hitti Hauk Kristjánsson, lækni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Fór vel á með þeim. Þeir fóru í sjómann til að athuga afl drengsins í handleggjum. Taldi Haukur ráðlegt að hefja sundkennslu hið fyrsta, þar sem drengur greindist þarna með afl í…

Jónas Ragnarsson: Ljós í skammdegismyrkrinu

• Barnaskólahúsið og Rafveitan voru tekin í notkun fyrir einni öld Fimmtudagurinn 18. desember 1913 er merkisdagur í sögu Siglufjarðar. Þann dag var nýtt hús Barnaskólans tekið í notkun og við sama tækifæri var Rafveitan gangsett. Skólahús á þrjátíu ára afmælinu „Barnakennsla komst hér á fastan fót haustið 1883 og hefur haldist síðan,” sagði Bjarni…

Róbert Haraldsson: „Ég vildi að ég væri með typpi!”

KENNARINN og VIRÐING „Strákar, húfurnar af… stúlkur úr úlpunum… þið tveir niður með símana… Siggi fætur af borðinu… viljið þið svo lækka í ykkur, setjast og snúa fram, takið svo upp bækurnar svo ég geti byrjað kennslustundina… og hvar eru Palli og Doddi?” „Sýndu nú smá virðingu Nonni minn,” sagði ég við pilt í 10….

Gústi Guðsmaður

Guðmundur Ágúst Gíslason kom í þennan heim 29. ágúst árið 1897. Foreldri hans voru bæði Dýrfirðingar, Sveinbjörg Kristjánsdóttir, 33 ára, ættuð úr Hvammi í Þingeyrarhreppi, skammt fyrir innan kauptúnið, og Gísli Björnsson, þá 36 ára, fæddur á Botni í Mýrahreppi. Þau höfðu gengið í hjónaband 14. október 1886, en þegar hér er komið eru þau…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]