Fróðleikur

Blágræni sveppurinn

Fyrsta ágúst síðastliðinn fundu Brynja Gísladóttir og Jón Andrjes Hinriksson merkilegan svepp í Skarðdalsskógi. Sá var blágrænn að lit og reyndist, þegar Kerstin Gillen sveppafræðingur var búin að rannsaka hann á Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri, hér vera um að ræða Stropharia aeruginosa. Sú tegund hefur aldrei áður fundist í Siglufirði og eina dæmið um hana…

Leikið í loðnuþró

Siglfirðingurinn Oddur Guðmundur Jóhannsson (f. 1954), sonur Jóhanns Jóhannssonar frá Siglunesi og Soffíu Pálsdóttur úr Héðinsfirði, tók mikið af myndum á sínum yngri árum. Þær eru ómetanleg heimild um bæinn, m.a. á árunum eftir að síldin hvarf. Oddur slasaðist alvarlega árið 1994 og býr nú á Sambýlinu á Siglufirði. Már Jóhannsson, bróðir Odds, hefur verið…

Grjótkrabbi finnst í Siglufirði

Þrír ungir veiðigarpar – Mikael Sigurðsson, 12 ára, og Júlíus og Tryggvi Þorvaldssynir, 13 ára – náðu grjótkrabba í gildru 18. júlí síðastliðinn við Óskarsbryggju í Siglufirði, rétt innan við Öldubrjót. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að grjótkrabba varð fyrst vart við Íslandsstrendur árið 2006 en þá fannst hann í Hvalfirði….

Hvaðan ertu?

„Bergsson og Blöndal fengu góðan gest í morgunkaffi og hann svaraði spurningunni – Hvaðan ertu? Heimspekingurinn Þórgnýr Dýrfjörð hefur stjórnað Akureyrarstofu undanfarin ár en er nú í leyfi. Hann kemur frá Siglufirði og deildi sögum úr uppvextinum með hlustendum. Hann fæddist árið eftir að síldin hvarf en á samt ekki æskuminningar um hnignun. Þar koma…

7-9-13

Upp er runninn 7. september árið 2013, sem í hugum margra landsmanna hefur töluvert gildi og það svo mikið reyndar sumstaðar að allnokkur pörin hafa ákveðið að ganga í hjónaband í dag, enda má lesa út úr dagsetningunni einhverja mestu töfra- eða happaþulu okkar frá upphafi, 7-9-13, sem ætti þá líklega að tryggja hinum nýgiftu…

Elliðalíkanið

Elliði var einn af átta nýsköpunartogurum sem smíðaðir voru fyrir íslenska ríkið hjá skipasmíðastöð Cochrane & Sons í Selby í Yorkshire í Englandi. Skipið var 53,95 metrar á lengd, 9,14 á breidd og mældist 654 brúttótonn. Aðalvélin var þriggja þjöppu olíukynt gufuvél frá Amos & Smith í Hull. Hugmyndin að smíði líkans af Elliða kom…

Aska

Öskudagur er í vestrænni kristni fyrsti dagur lönguföstu sem hefst 7. viku fyrir páska og getur hann verið á bilinu 4. febrúar til 10. mars. Dagurinn hefur lengi verið mikilvægur í kaþólska kirkjuárinu og nafnið á rætur í þeim sið að ösku af brenndum pálmagreinum frá árinu áður var dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta þennan…

Saltkjöt og baunir

Sprengidagur eða sprengikvöld er þriðjudagur í föstuinngangi fyrir Lönguföstu, 7 vikum fyrir páska og getur borið upp á 3. febrúar til 9. mars. Elsta heimild um íslenska heiti dagsins tengist matarveislu fyrir föstuna. Er það í íslensk-latnesku orðasafni Jóns Ólafssonar Grunnvíkings frá því kringum 1735. Þar segir hann Sprengikvöld þýða orðrétt kvöld sprengingar, það er…

„Bolla! Bolla! Bolla!”

Bolludagur er mánudagurinn í föstuinngangi, 7 vikum fyrir páska. En föstuinngangur kallast síðustu þrír dagarnir fyrir Lönguföstu sem hefst á miðvikudegi með Öskudegi. Algengt var í kaþólskum sið að fastað væri á kjöt dagana tvo fyrir Lönguföstu og var það boðið í þjóðveldislögunum. Önnur merki um siði tengdan þessum degi er ekki að finna fyrr…

Selnes-, Selvíkurnefs- eða Staðarhólsviti

Árið 1911 var settur upp stólpaviti við Siglufjörð til að lýsa leiðina inn fjörðinn að höfninni. Þessi gasviti var sömu gerðar og vitarnir sem komið var fyrir á Skarfasetri á Reykjanesi og Öndverðarnesi árið 1909 og á Langanesi árið 1910. Selvíkurnefsviti austanvert við Siglufjörð var byggður árið 1930 á kostnað hafnarsjóðs Siglufjarðarhafnar. Á honum er…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is