Fróðleikur

Siglufjörður kominn á kortið

Kortið á ljósmyndinni hér fyrir ofan hangir uppi á töflu í Listasafni Íslands, á svæði þar sem ungum listamönnum gefst færi á að tjá sig með list. Listakonan unga heitir Lea og er frá Minnesota (þar sem margir norrænir Vesturfarar settust að, m.a. Íslendingar). Hún hefur teiknað kortið 19. ágúst síðastliðinn til að koma því…

Blágræni sveppurinn

Fyrsta ágúst síðastliðinn fundu Brynja Gísladóttir og Jón Andrjes Hinriksson merkilegan svepp í Skarðdalsskógi. Sá var blágrænn að lit og reyndist, þegar Kerstin Gillen sveppafræðingur var búin að rannsaka hann á Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri, hér vera um að ræða Stropharia aeruginosa. Sú tegund hefur aldrei áður fundist í Siglufirði og eina dæmið um hana…

Leikið í loðnuþró

Siglfirðingurinn Oddur Guðmundur Jóhannsson (f. 1954), sonur Jóhanns Jóhannssonar frá Siglunesi og Soffíu Pálsdóttur úr Héðinsfirði, tók mikið af myndum á sínum yngri árum. Þær eru ómetanleg heimild um bæinn, m.a. á árunum eftir að síldin hvarf. Oddur slasaðist alvarlega árið 1994 og býr nú á Sambýlinu á Siglufirði. Már Jóhannsson, bróðir Odds, hefur verið…

Grjótkrabbi finnst í Siglufirði

Þrír ungir veiðigarpar – Mikael Sigurðsson, 12 ára, og Júlíus og Tryggvi Þorvaldssynir, 13 ára – náðu grjótkrabba í gildru 18. júlí síðastliðinn við Óskarsbryggju í Siglufirði, rétt innan við Öldubrjót. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að grjótkrabba varð fyrst vart við Íslandsstrendur árið 2006 en þá fannst hann í Hvalfirði….

Hvaðan ertu?

„Bergsson og Blöndal fengu góðan gest í morgunkaffi og hann svaraði spurningunni – Hvaðan ertu? Heimspekingurinn Þórgnýr Dýrfjörð hefur stjórnað Akureyrarstofu undanfarin ár en er nú í leyfi. Hann kemur frá Siglufirði og deildi sögum úr uppvextinum með hlustendum. Hann fæddist árið eftir að síldin hvarf en á samt ekki æskuminningar um hnignun. Þar koma…

7-9-13

Upp er runninn 7. september árið 2013, sem í hugum margra landsmanna hefur töluvert gildi og það svo mikið reyndar sumstaðar að allnokkur pörin hafa ákveðið að ganga í hjónaband í dag, enda má lesa út úr dagsetningunni einhverja mestu töfra- eða happaþulu okkar frá upphafi, 7-9-13, sem ætti þá líklega að tryggja hinum nýgiftu…

Elliðalíkanið

Elliði var einn af átta nýsköpunartogurum sem smíðaðir voru fyrir íslenska ríkið hjá skipasmíðastöð Cochrane & Sons í Selby í Yorkshire í Englandi. Skipið var 53,95 metrar á lengd, 9,14 á breidd og mældist 654 brúttótonn. Aðalvélin var þriggja þjöppu olíukynt gufuvél frá Amos & Smith í Hull. Hugmyndin að smíði líkans af Elliða kom…

Aska

Öskudagur er í vestrænni kristni fyrsti dagur lönguföstu sem hefst 7. viku fyrir páska og getur hann verið á bilinu 4. febrúar til 10. mars. Dagurinn hefur lengi verið mikilvægur í kaþólska kirkjuárinu og nafnið á rætur í þeim sið að ösku af brenndum pálmagreinum frá árinu áður var dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta þennan…

Saltkjöt og baunir

Sprengidagur eða sprengikvöld er þriðjudagur í föstuinngangi fyrir Lönguföstu, 7 vikum fyrir páska og getur borið upp á 3. febrúar til 9. mars. Elsta heimild um íslenska heiti dagsins tengist matarveislu fyrir föstuna. Er það í íslensk-latnesku orðasafni Jóns Ólafssonar Grunnvíkings frá því kringum 1735. Þar segir hann Sprengikvöld þýða orðrétt kvöld sprengingar, það er…

„Bolla! Bolla! Bolla!”

Bolludagur er mánudagurinn í föstuinngangi, 7 vikum fyrir páska. En föstuinngangur kallast síðustu þrír dagarnir fyrir Lönguföstu sem hefst á miðvikudegi með Öskudegi. Algengt var í kaþólskum sið að fastað væri á kjöt dagana tvo fyrir Lönguföstu og var það boðið í þjóðveldislögunum. Önnur merki um siði tengdan þessum degi er ekki að finna fyrr…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]