Fróðleikur

Snævar Jón Andrjesson í viðtali

Nútíminn.is leit á dögunum inn á Útfararstofu Kirkjugarðanna og ræddi við Snævar Jón Andrjesson, útfararstjóra, en foreldrar hans eru Jónína Brynja Gísladóttir og Jón Andrjes Hinriksson. Viðtalið birtist í dag. Sjá hér. Mynd: Skjáskot úr myndbandi. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Dílaskarfur við Langeyrarveg

Það er ekki á hverjum degi að ljósmyndarar komast í tæri við jafn gæfan dílaskarf og í stórgrýtinu við Langeyrarveginn í Siglufirði í gær og auðvitað var þá hið kærkomna tækifæri notað. Um var að ræða ungan fugl. Íslenski dílaskarfurinn lifir mest á botnfiski, eins og t.d. marhnúti, og á það til að sækja hann…

Þankabrot á Þorláksmessu

Fréttin um kanadíska flugfélagið WestJet, sem kom farþegum sínum rækilega á óvart fyrir þremur árum, ætti að vera skylduáhorf á aðventunni, þó ekki væri nema til að koma sér í rétta gírinn, vanti eitthvað upp á það. Sjá hér. Mynd: Skjáskot úr myndbandinu sem hér fylgir. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Giljagaur á leið til byggða

Giljagaur er annar í röð jólasveinanna. Hann faldi sig í fjósinu og fleytti froðuna ofan af mjólkurfötunum þegar enginn sá til. Í gömlum heimildum er getið um Froðusleiki og ekki er ólíklegt að þar sé sami sveinn á ferð. Giljagaur var annar, með gráa hausinn sinn. – Hann skreið ofan úr gili og skaust í…

Stekkjastaur er fyrstur

Stekkjastaur, jólasveinninn stirði, kemur fyrstur þrettán bræðra sinna til byggða upp úr miðnætti og færir þægum börnum gjöf í skó. Hann var sagður sjúga mjólk úr kindum en hafði staurfætur á báðum svo heldur gekk það brösuglega. Stekkur er gamalt heiti á sérstakri fjárrétt og þaðan dregur sveinninn nafn sitt. Stekkjastaur kom fyrstur, stinnur eins…

Síldarstúlkurnar komnar heim

„Konur í síldarvinnu“, hið stóra og þekkta málverk Gunnlaugs Blöndal listmálara, var við formlega athöfn í Bátahúsinu í gærkvöldi afhent Síldarminjasafninu að gjöf. Gefandi er Íslandsbanki. Málverkið hefur verið eitt af kennileitum á Siglufirði í hátt í 70 ár, hefur prýtt húsakynni Útvegsbankans, síðar Íslandsbanka, og síðast Sparisjóðs Siglufjarðar. Það er nú í Síldarminjasafninu en…

Gunnar Smári Helgason

Gunnar Smári Helgason er kominn af uppfinningamönnum í föðurættina og smiðum í móðurættina og er lifandi goðsögn í heimi íslenskrar tónlistar. Fingraför hans má sjá á margri hljómplötunni sem tekin hefur verið upp og gefin út, allt frá 8. áttunda áratug síðustu aldar. Þar á meðal hafa verið kunnustu músíkantar þjóðarinnar. Bara einu sinni gafst…

Hvalshræ á Evangerfjöru

Hræ af á.a.g. 13-14 m löngum hval liggur í fjöru undir Evangerrústunum, handan Siglufjarðarbæjar. Óðinn Freyr Rögnvaldsson gekk fram á það í dag. Það er illa farið og lyktandi, í einum vöðli og sporðblaðkan meira en lítið undarleg og því erfitt um nákvæma greiningu en líklegast er þetta búrhvalur, tarfur. Vera má að þarna sé…

Á bíl yfir Skarð

Vorið 1946, þegar unnið hafði verið að gerð vegarins yfir Siglufjarðarskarð í ellefu sumur, voru enn eftir 4 kílómetrar af þeim 13,7 kílómetrum sem leiðin frá Skarðdalslæk að Hraunum í Fljótum var talin vera. Þrátt fyrir að erfitt væri að fá verkamenn til vinnu við vegagerðina, vegna anna í síldinni, var hugur í mönnum að…

Siglufjörður kominn á kortið

Kortið á ljósmyndinni hér fyrir ofan hangir uppi á töflu í Listasafni Íslands, á svæði þar sem ungum listamönnum gefst færi á að tjá sig með list. Listakonan unga heitir Lea og er frá Minnesota (þar sem margir norrænir Vesturfarar settust að, m.a. Íslendingar). Hún hefur teiknað kortið 19. ágúst síðastliðinn til að koma því…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is