Fróðleikur

Vetrarskipið Hyltingur

Njörður Sæberg Jóhannsson þúsundþjalasmiður á Siglufirði hefur ekki setið auðum höndum frá því hann lauk við gerð líkansins af súðbyrðingnum Gesti, fyrsta þilskipi Ólafsfirðinga, veturinn 2018-2019, og sem kynnt var hér á síðum Morgunblaðsins 14. febrúar í fyrra, því næst í röðinni var líkan af súðbyrðingurinn Látra-Felix, sem þau hjón, Njörður og Björg Einarsdóttir, færðu…

Óvenjuleg dúfa á Siglufirði

Nýverið sást óvenjuleg dúfa á Hvanneyrarhólnum á Siglufirði. Í fyrstu skiptust menn í tvær fylkingar varðandi greiningu. Annar hópurinn vildi meina að þetta væri ung turtildúfa (Streptopelia turtur), og réði það af hinum stóra og einkennandi hálsbletti, en hinn vildi meina að þetta væri ung tyrkjadúfa (Streptopelia decaocto). Yann Kolbeinsson fuglafræðingur var fyrstur til að…

Fyrsti vetrardagur

Þá er veturinn kominn. Kári var þó mættur nokkru áður hér nyrðra, eins og mannfólkið og önnur dýr, þ.m.t. hrossin á myndinni hér fyrir ofan, í beitarhólfi á Höfðaströnd, fengu að kynnast á þriðjudaginn var, þar sem þau misánægð létu hríðarkófið yfir sig ganga. Einhver þeirra munu vera siglfirsk. Samkvæmt gömlum heimildum voru mánaðanöfn á…

Fegurð haustsins

Ragnar Ragnarsson, sjómaður og göngugarpur, hefur verið á fjöllum hér í kring undanfarið og tekið myndir af fegurðinni sem við hefur blasað alls staðar. Siglfirðingur.is fékk góðfúslegt leyfi hans til að birta nokkrar þeirra hér. Þær voru teknar 22., 23., 25. og 26. september. Sjón er sögu ríkari. Myndir: Ragnar Ragnarsson. Texti: Sigurður Ægisson |…

Valin í U15 landsliðið

Siglfirðingurinn Anna Brynja Agnarsdóttir, nýlega orðin 15 ára gömul, hefur verið valin í U15 landslið Íslands í knattspyrnu. Hún leikur með Þór á Akureyri, er á yngra ári í 3. flokki en hefur jafnframt verið að spila með 2. flokki í sumar. Hún lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Þór/KA á Íslandsmótinu í Pepsi Max…

Þormóðseyrin

Í fréttaleysi daganna mætti benda á áhugaverða skýrslu sem kom út í fyrra í flokknum Verndarsvæði í byggð. Hún fjallaði um Þormóðseyri á Siglufirði og hafði að gera með skráningu fornleifa, húsa og mannvirkja þar. Höfundar eru Birna Lárusdóttir og Birkir Einarsson. Sjá hér. Mynd: Úr umræddri skýrslu. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Bjarni Pálsson landlæknir

Í dag eru 300 ár liðin frá því að merkismaðurinn og fyrsti landlæknirinn, Bjarni Pálsson, fæddist. Alma D. Möller, landlæknir og Siglfirðingur, ritar um hann á vef landlæknisembættisins og þar kemur m.a. fram, að Bjarni hafi verið „einn 16 barna hjónanna Sigríðar Ásmundsdóttur húsfreyju og Páls Bjarnasonar prests sem þjónaði á Upsum og einnig á…

Ný ljóðabók frá Þórarni

Útgáfuhóf í tilefni af útgáfu sjöttu ljóðabókar Þórarins Hannessonar verður í Ljóðasetrinu við Túngötu á morgun, föstudaginn 15. mars, kl. 20. Bókin nefnist „Listaverk í leiðinni“ en ljóðin voru samin um listaverk sem bar fyrir augu höfundar í ferð til Tenerife vorið 2018. Léttar veitingar. Lifandi tónlist. Allir velkomnir. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]