Fréttir

Vor í lofti

Það er loksins vor í lofti hér nyrðra. Í kjölfar óveðursins á laugardag og sunnudag birtist haugur af farfuglum í Siglufirði, einkum skógarþrestir, æði svangir eftir flugið. Og enn fleiri í gær. Í dag sást þúfutittlingur líka, í Hvanneyrarkróknum. Og með hafa flækst eða hrakist ýmsar aðrar tegundir. Glóbrystingur var t.d. á sveimi í fyrradag,…

Munum eftir smáfuglunum

Það er kalt um allt land þessa dagana og snjór yfir öllu. Er fólk því eindregið hvatt til að gauka einhverju að smáfuglunum, þeir eiga erfitt með að finna sér eitthvað í gogginn í þessum jarðbönnum. Fyrir þresti og fleiri tegundir má setja út kramda og saxaða afganga af næstum öllum mat og séu tré…

Sunnudagaskóli þjóðkirkjunnar

Sunnu­daga­skóli þjóðkirkj­unn­ar er send­ur út á Netinu í dag, þriðju helg­ina í röð, vegna fjölda­tak­mark­ana og aðgerða vegna kór­ónu­veiru. Sjá hér. Stjórn­end­ur eru hjón­in Regína Ósk Óskarsdóttir og Sigursveinn Þór Árnason, auk Rebba og Gunn­ars Hrafns Sveins­son­ar. Mynd: Skjáskot úr Sunnudagaskóla Þjóðkirkjunnar. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Rauðgul viðvörun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauðgula viðvörun fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun. Spáð er norðaustan roki, stormi og stórhríð. Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er svofelld: „Gengur í norðaustan 15-23 síðdegis, hvassast á annesjum og á Ströndum. Él og frost 3 til 10 stig. Norðaustan 18-25 á morgun og snjókoma, einkum síðdegis….

Heimasíða Fjallabyggðar

Fólk er eindregið hvatt til að lesa fréttir og tilkynningar á heimasíðu sveitarfélagsins, ekki síst í þessu ástandi sem nú er í landinu. Þar á meðal er pistill  bæjarstjóra frá því í dag, yfirlýsing frá Almannavarnanefnd í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vegna komandi páska, sem og Takmarkanir á starfsemi stofnana Fjallabyggðar vegna Covid-19. Mynd:…

Verslun ársins 2019

Kjörbúðin á Siglufirði, með Aldísi Ólöfu Júlíusdóttur í broddi fylkingar, hlaut fyrir skemmstu viðurkenninguna Verslun ársins 2019. Að sögn Aldísar, sem tók við starfi verslunarstjóri í fyrra, eru nokkrir þættir sem spila inn í þetta val, s.s. sala, umhirða búðar, standarnir með broskörlunum/fýlukörlum, rýrnun og fleira. Siglfirðingur.is óskar Aldísi og hinu frábæra teymi hennar innilega…

Kristján Svavar

Kristján Svavar var færður til skírnar í gær að Hátúni 4 á Siglufirði. Foreldrar hans eru Haukur Orri Kristjánsson og Helga Guðrún Sigurgeirsdóttir. Kristján Svavar fæddist á Sjúkrahúsinu á Akureyri 22. febrúar síðastliðinn. Hann á sér eldri bróður, sem er Hrólfur Tómas, fæddur árið 2017. Hugborg Friðgeirsdóttir, langalangamma Kristjáns Svavars í móðurætt, hélt á drengnum…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]