Fréttir

Alþýðuhúsið um næstu helgi

Helgina 6.-7. júlí verður mikið um að vera í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Laugardaginn 6. júlí kl. 14.00 opnar Unndór Egill Jónsson sýningu í Kompunni sem ber yfirskriftina Fleygur, og stendur sú sýning til 28. júlí. Sunnudaginn 7. júlí kl. 14.30 er boðið upp á Sunnudagskaffi með skapandi fólki þar sem Línus Orri Gunnarsson sér um…

Ocean Diamond í heimsókn

Ocean Diamond var í Siglufirði í morgun, lá við Óskarsbryggju. Það lagði úr höfn um kl. 12.00 á leið sinni til Akureyrar. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Fyrsta kvöldstund sumarsins

Fyrsta kvöldstund sumarsins verður í hlýlegri Bjarnastofu Þjóðlagasetursins. Sérstakur gestur er hin góðkunna mezzó-sópran söngkona Sigríður Ósk Kristjánsdóttir. Hún mun ásamt Eyjólfi Eyjólfssyni tenór og Ave Kara Sillaots harmóníumleikara flytja þjóðlög úr safni sr. Bjarna Þorsteinssonar, forna Gyðingasöngva og einnig innlend og erlend sönglög og dúetta. Aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum….

Fljótin um verslunarmannahelgina

Félagsleikar Fljótamanna – félags- og samveruhátíð íbúa í Fljótum, hollvina og gesta – verða haldnir um komandi verslunarmannahelgi. Þar verður efnt til margvíslegra viðburða af sögulegum, félagslegum og menningarlegum toga. Þetta má lesa á Facebooksíðu hátíðarinnar. Þar segir ennfremur: „Tilgangurinn er er meðal annars að minna okkur á gildi félagsvitundar fyrir sérhvert samfélag og samstarf…

Strákagöng lokuð í nótt

Strákagöng verða lokuð í nótt, aðfaranótt þriðjudagsins 25. júní, frá miðnætti og fram undir kl. sjö í fyrramálið, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Unnið er að viðhaldi. Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Ólafur Þór Gunnarsson

Ólafur Þór var færður til skírnar í gær, laugardaginn 22. júní, í Siglufjarðarkirkju. Skírnarvottar eða guðfeðgin voru Sigrún Þór Björnsdóttir og Jón Vídalín Halldórsson. Ólafur Þór fæddist á Akureyri 24. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Svala Júlía Ólafsdóttir og Gunnar Áki Halldórsson, að Lindargötu 20 á Siglufirði. Eldri systkin Ólafs Þórs eru Sigrún Sara, sem…

Kveðið úr kirkjuturni

Í gær hófst flutningur íslenskra þjóðlaga úr turni Siglufjarðarkirkju, eins og verið hefur undanfarin þrjú sumur. Þar er um að ræða upptökur af söng félaga úr Kvæðamannafélaginu Rímu í Fjallabyggð á völdum kvæða- og sönglögum, sem spilaðar eru tvisvar á dag, kl. 12.30 og kl. 18.15. Alls er um að ræða sjö verk að þessu…

Þýska lúxusfleyið Bremen

Þýska lúxusfleyið Bremen var í Siglufirði í dag, lét úr höfn kl. 18.00. Það tekur 155 farþega og er rekið af Hapag-Lloyd. Hér má líta um borð og fá nánari upplýsingar. Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Ást og uppreisn

Dagskrá Þjóðlagahátíðarinnar í sumar hefur verið birt (sjá hér). Á Facebooksíðu Gunnsteins Ólafssonar, listræns stjórnanda hátíðarinnar, segir: „Í ár verður þjóðlagahátíðin haldin í 20. skipti á Siglufirði, dagana 3.-7. júlí. Hvern hefði órað fyrir því að stutt heimsókn norður á Siglufjörð í byrjun september árið 1997 ætti eftir að draga slíkan dilk á eftir sér?…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is