Fréttir

188.533.962 krónur

Eftir rigningarnar miklu í fyrri hluta ágústmánaðar og umræðu sem varð í kjölfarið meðal bæjarbúa hér, sendi ritstjóri eftirfarandi spurningar til Fjallabyggðar með því fororði að svörunum yrðu gerð skil á Siglfirðingi: 1) Hver er kostnaður bæjarfélagsins við úrbætur á fráveitukerfi Siglufjarðar frá árinu 2000 og til þessa dags og hvenær er ráðgert að framkvæmdum…

Bíó í Gránu

Rússneska kvikmyndavikan á Íslandi fer nú fram í sjöunda sinn. Að henni standa Kvikmyndaframleiðslumiðstöðin NORFEST og sendiráð Rússlands á Íslandi með stuðningi Menningarmálaráðuneytis Rússlands og iCan ehf. Í ár er viðburðurinn tileinkaður 75 ára afmæli stjórnmálasambands Rússlands og Íslands. Föstudagskvöldið 20. september nk. verða sýndar tvær kvikmyndir í Gránu, bræðsluhúsi Síldarminjasafnsins. Sýningin hefst kl. 20.00….

N4 og Héðinsfjarðargöng

Þriðji og jafnframt síðasti þáttur N4 um jarðgöng á utanverðum Tröllaskaga fór í loftið í gær. Sá fjallaði um Héðinsfjarðargöng. Hinir tveir voru á dagskrá 12. júní síðastliðinn (Strákagöng) og 25. júní (Múlagöng). Sjá þann nýjasta hér. Mynd: Úr umræddum þætti um Héðinsfjarðargöng. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Spá allt að 20 stiga hita

Til­tölu­lega hlýr loft­massi er að fær­ast yfir landið en jafn­framt er loftið þrútið af raka. Það mun því rigna tals­vert í dag. Á morg­un er spáð allt að 17 til 18 stiga hita aust­an­lands. Á föstu­dag og laug­ar­dag get­ur hit­inn farið í 20 stig fyr­ir norðan.“ Þetta segir á Mbl.is. Það verður notalegt. Mynd: Vedur.is….

Kvöldmyndir frá Siglufirði

Ingvar Erlingsson hóf dróna sinn á loft að kveldi 12. þessa mánaðar í stilltu veðri og tók meðfylgjandi ljósmyndir yfir bænum, sem hér eru birtar með góðfúslegu leyfi hans. Sjón er sögu ríkari. Myndir: Igvar Erlingsson. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Veturinn minnir á sig

Frekar er hann napur í morgunsárið hér nyrðra enda við frostmark í nótt og byrjað að grána í efstu brúnum og tindum. Samkvæmt norsku veðurspánni sem gildir til 25. september næstkomandi og lesa má á Yr.no er þó engar kuldatölur að sjá á næstunni, heldur þetta frá 2 og upp í 10 gráðu hita. Hins…

Bliki og Gestur komnir í Pálshús

Á fimmtudaginn var, 12. september, færðu hjónin Björg Einarsdóttir og Njörður S. Jóhannsson, Eyrargötu 22, Siglufirði, Fjallasölum ses, Strandgötu 4, Ólafsfirði, að gjöf líkan af súðbyrðingnum og áttæringnum Blika, sem Njörður smíðaði veturinn 2017-2018, og einnig líkan af súðbyrðingnum Gesti, fyrsta þilskipi Ólafsfirðinga, sem Njörður smíðaði veturinn 2018-2019. Athöfnin fór fram í Pálshúsi, þar sem…

Ormskríkja úr Vesturheimi

Í Morgunblaði dagsins, á bls. 4, er ljósmynd sem 15 ára Siglfirðingur, Mikael Sigurðsson, tók af afar sjaldséðum amerískum fugli, ormskríkju. Sú hefur undanfarna daga haldið til á Suðvesturlandi, nánar tiltekið við Reykjanesvita, eftir að einhver kröftug lægðin greip hana nýverið og feykti upp til Íslands. Fuglar þessarar tegundar eru 10–13 cm að stærð og…

Bæjarlífspistill

Morgunblaðið birtir reglulega pistla fréttaritara sinna, í þætti sem nefnist Úr bæjarlífinu. Er þar reynt að bregða upp myndum úr heimabyggð og því sem fólk úti um land hefur verið og er að fást við hverju sinni. Þetta á að vera stutt og hnitmiðað. Síðasti pistill héðan var 9. febrúar. Í dag er aftur komið…

Grunsamlegar mannaferðir

Lögregla á Norðurlandi eystra sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu í gær á Facebooksíðu sinni: Sælir, kæru lesendur. Okkur langar að biðja ykkur að muna að læsa útidyrum íbúða og húsa ykkar og ef þið farið af bæ að sjá til þess að gluggar séu lokaðir ef búið er á jarðhæð. Við höfum grun um að…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is