Fréttir

Siglfirðingar á Vetrarmóti TBR

Vetrarmót TBR í unglingaflokki í badminton fór fram um síðustu helgi í Reykjavík. Tveir keppendur frá TBS tóku þátt í mótinu og stóðu sig með prýði. Margrét Sigurðardóttir, 13 ára, keppti í flokki U-17 telpna og var í öðru sæti i sínum riðli en Margrét keppir vanalega í U-15 flokki. Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, 12 ára,…

Hólsdalsgöng á dagskrá?

Hólsdalsgöng munu komast á dagskrá á næstunni, sem og breikkun Múlaganga, ef eitthvað er að marka orð Sig­urðar Inga Jó­hanns­sonar, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, þegar hann kynnti uppfærða samgönguáætlun á fundi ráðuneyt­is­ síns í gærmorg­un. Í frétt á Mbl.is um málið sagði orðrétt: „Sér­stök jarðganga­áætl­un er hluti upp­færðrar sam­göngu­áætlun­ar sem Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra,…

Bingó á fimmtudagskvöld

Systrafélag Siglufjarðarkirkju verður með bingó í safnaðarheimilinu á fimmtudag í næstu viku, 24. október, og hefst það kl. 19.30. Frábærir vinningar eru í boði hjá stúlkunum, eins og jafnan áður. Spjaldið er á 500 krónur. Veitingasala á staðnum. Mætum og styrkjum gott málefni. Mynd: Fengin af Netinu. Auglýsing: Aðsend. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Lífið á Siglufirði

Jón Garðar Steingrímsson sá ekki fyrir sér að búa á æskustöðvunum, Siglufirði, þegar hann yrði fullorðinn. Hann taldi sig alfarinn þegar kom að menntaskólaárunum. En örlögin gripu í taumana. Hann sneri heim úr doktorsnámi í Þýskalandi með flogaveikt ungbarn í faðm stórfjölskyldunnar. Hann hafði þá ekki endilega búist við að flytja aftur til Íslands, hvað…

„Þetta var bara ágæt­is túr“

Þetta var bara ágæt­is túr,“ seg­ir Ólaf­ur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Ramma hf., í sam­tali við 200 míl­ur, en tog­ari fé­lagins Sól­berg ÓF1 er nú að landa 1.100 tonn­um á Sigluf­irði að verðmæti um 470 millj­ón­um króna og var veitt í um mánuð, að sögn fram­kvæmda­stjór­ans. „Þetta var mest þorsk­ur,“ bæt­ir hann við. Sól­berg kom við á…

Siglufjarðarkirkja á morgun

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað á morgun, hefst kl. 11.15 og stendur til kl. 12.45. Annað kvöld, frá kl. 20.00 til kl. 20.45, verður svo Heimilismessa í safnaðarheimilinu. Boðið verður upp á konfekt og eitthvað heitt og kalt að drekka. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Norðan slagveðursrigning

Töluvert hefur rignt í hvassri norðanátt í Siglufirði frá miðjum degi og fram á kvöld og það svo að flætt hefur upp um niðurföll og brunna sumstaðar í bænum. Verst er ástandið á mörkum Túngötu og Þormóðsgötu en einnig er það slæmt á mörkum Eyrarflatar og Langeyrarvegar. Slökkvilið Fjallabyggðar hefur verið að aðstoða við dælingu….

Alþýðuhúsið á Siglufirði

Þann 15. október, á þriðjudag í næstu viku, kl. 20.00 munu rafnar, Dušana og Framfari, halda litríkan fögnuð og listviðburð í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Þar verður boðið upp á heimatilbúinn blöndung af tónverkum, myndlist og videoverkum. Samhliða hljómleikunum opnar ný listasýning í Kompunni með verkum eftir Dušana Pavlovičová. Sýningin er hluti af heildarverkinu VODA sem…

Barnastarf Siglufjarðarkirkju

Kirkjuskólinn hefst á morgun, sunnudag, 6. október, og verður á sama tíma og undanfarin ár, þ.e.a.s. frá kl. 11.15 til 12.45. Þar verður splunkunýtt og afar vandað fræðsluefni kynnt til sögunnar og afhent, sem 17 fyrirtæki bæjarins hafa af miklum rausnarskap keypt og gefið barnastarfinu hér. Þetta eru Aðalbakarinn ehf., Byggingafélagið Berg ehf., Efnalaugin Lind…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is