Fréttir

Fréttatilkynning

Fréttatilkynning frá Kristjáni L. Möller og Ólafi H. Kárasyni: Jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. Undirritaðir, Kristján L. Möller og Ólafur H. Kárason, fyrir hönd ýmissa rekstrar- og þjónustuaðila á Siglufirði, í Ólafsfirði og í Fljótum, hafa 25. mars síðastliðinn sent inn meðfylgjandi umsögn til Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis við tillögu til samgönguáætlunar áranna 2020-2024, og…

Lóðarí í Fjallabyggð

Bæjarráði Fjallabyggðar hefur nú snúist hugur eftir að hafa synjað beiðni íbúa í sveitarfélaginu um að fá leigð tæki og tól úr líkamsræktaraðstöðu sveitarfélagsins. Íbúunum stendur nú til boða að leigja handlóð og ketilbjöllur úr líkamsræktinni á Siglufirði. Þetta má lesa í frétt á RÚV í morgun. Sjá nánar þar. Mynd: Fengin af Netinu. Texti:…

Fermt verður 29. ágúst

Vegna samkomubanns þurfti að aflýsa fermingu sem vera átti í Siglufjarðarkirkju á skírdag, 9. apríl, og eins verður með þá sem vera átti á hvítasunnudag, 29. maí. Í dag var ákveðið að hafa sameiginlega fermingu og verður hún laugardaginn 29. ágúst næstkomandi, kl. 11.00. Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected] 

Lóan er komin

Enn bætist í vorfuglahópinn sem mættur er í Siglufjörð, því Örlygur Kristfinnsson sá tvær heiðlóur innfjarðar í dag. Árið 2016 kom lóan einnig 16. apríl. Talið er að mestur hluti íslenska stofnsins haldi sig á Írlandi á veturna, en þó hafa lóur merktar hér á landi einnig fundist í Norður-Afríku svo að dreifingin er greinilega…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]