Fréttir

Sunnudagskaffi með skapandi fólki

Sunnudaginn 1. mars kl. 14.30 – 15.30 mun tónlistamaðurinn Framfari leika af fingrum fram á húsflygilinn í Alþýðuhúsinu.  Framfari hefur áður komið fram þar, bæði einn og sér og með tónlistamanninum Rafnari. Framfari samdi tónlist fyrir kvikmyndina „Af jörðu ertu kominn“ sem frumsýnd var síðastliðið sumar og hefur tekið þátt í ýmsum listviðburðum og tónleikum…

Myndakvöld

Myndakvöld Siglfirðingafélagsins verður haldið næstkomandi fimmtudagskvöld, 27. febrúar, kl. 20.00, í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, í Reykjavík. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu, hér fyrir ofan. Mynd og texti: Aðsent.

Barnastarf og dægurlagamessa

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið, frá kl. 11.15 til 12.45, og í ráði er að hafa bíó. Næstsíðasta dægurlagamessa vetrarins verður síðan frá kl. 17.00 til 18.00. Ræðumaður verður Sverrir Páll Erlendsson. Athygli skal vakin á, að Karlakórinn í Fjallabyggð mun ekki syngja á morgun, eins og undirritaður þó auglýsti í Tunnunni….

Ný heimasíða bókasafnsins

Ný heimasíða Bókasafns Fjallabyggðar hefur litið dagsins ljós. Þar verða reglulega settar inn fréttir úr starfinu og nýmæli er að nú geta viðskiptavinir safnisins sem og aðrir séð myndir af öllum nýjum bókum sem keyptar verða, um leið og þær berast, og þannig alltaf fylgst með því hvað er til. Nýju heimasíðuna má nálgast hér….

Demanturinn upp af Sigló

Í Fréttablaðinu í dag segja Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og Ólafur Már Björnsson augnlæknir frá Móskógahnjúk upp af Skútudal, yfir sig hrifnir. Greinina má nálgast hér. Mynd: Skjáskot úr Fréttablaðinu. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Tíðindi af veðri

Hvellurinn í gær, nótt og morgun var æði mikill í Siglufirði og á Facebook-síðu Björgunarsveitarinnar Stráka má lesa, að í nægu hafi verið að snúast. Hættustigi vegna snjóflóða í Ólafsfjarðarmúla var lýst yfir kl. 18.30 í dag, svo að þar er nú lokað, og einnig Siglufjarðarvegur. Athygli hefur vakið, að undanfarna daga hefur ekki verið…

Erfiðir mánuðir

Síðustu tveir mánuðir rúmir hafa verið erfiðir þeim sem búa yst á norðanverðum Tröllaskaga, þeir hvorki komist lönd né strönd langtímum saman, og eru íbúarnir nú teknir að velta því fyrir sér hversu oft vegirnir til og frá Siglufirði hafi eiginlega verið lokaðir á því tímabili. Siglfirðingur.is ákvað í morgun að senda fyrirspurn þessa efni…

Allt skólahald fellur niður

Vegna spár um ofsaveður á öllu landinu næsta sólarhring og óvissustigs almannavarna sem lýst hefur verið yfir á öllu landinu hefur Vettvangsstjórn Fjallabyggðar tekið þá ákvörðun að allt skólahald í Fjallabyggð falli niður á morgun, föstudaginn 14. febrúar 2020. Það gildir um leikskólastarf, grunnskólastarf og starf Tónlistarskólans á Tröllaskaga í Fjallabyggð. Þessar stofnanir verða því…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]