Fréttir

Kirkjuskóla frestað

Vegna slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta því um viku að barnastarf Siglufjarðarkirkju hefjist. Kortið hér fyrir ofan miðar við stöðuna kl. 06.00 í fyrramálið en á það er ekkert að treysta, óveðrinu gæti seinkað. Enginn kirkjuskóli verður því á morgun. Mynd: Veðurstofa Íslands. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Siglufjarðarpistill

Morgunblaðið birtir reglulega pistla fréttaritara sinna, í þætti sem nefnist Úr bæjarlífinu. Er þar reynt að bregða upp myndum úr heimabyggð og því sem fólk úti um land hefur verið og er að fást við hverju sinni. Þetta á að vera stutt og hnitmiðað. Síðasti pistill héðan var 14. september 2019. Í dag er aftur…

Átta bæir enn á hættusvæði

Átta bæir á Íslandi teljast enn sem hættusvæði í C flokki, þegar kemur að snjóflóðum, en það er sá flokkur sem mest þörf er á að byggja upp varnir í. Þeir eru Bíldudalur, Eskifjörður, Hnífsdalur, Neskaupstaður, Patreksfjörður, Seyðisfjörður, Siglufjörður og Tálknafjörður. Eyjan.is greinir frá þessu í úttekt í dag. Sjá nánar þar. Mynd: Eyjan.is. Texti:…

Lokað, lokað

Enn á ný er Siglufjarðarvegur utan Fljóta lokaður, sem og Múlavegur. Hvort tveggja er vegna snjóflóðahættu og óveðurs. Sama ástand er víða um land, eins og sjá má á kortinu hér fyrir ofan. Mynd: Vegagerðin. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Enn ein lægðin

Enn ein lægðin skekur landið. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir og Norðurland vestra frá kl. 12.00 og áfram og út allan morgundaginn en gul annars staðar. Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi: „Norðaustan, og síðar norðan, 18-25, með vindhviðum yfir 40 m/s í vindstrengjum við fjöll….

Óvissustig beggja vegna

Óvissustigi vegna snjóflóða var lýst yfir kl. 10.30 í morgun fyrir Siglufjarðarveg utan Fljóta og vegna Múlavegar kl. 14.00 í dag. Veðurspáin sem gildir fram til kl. 22.00 í kvöld fyrir Strandir og Norðurland vestra er svofelld: „Norðan 13-18 m/s og snjókoma eða él, en mun hægari og úrkomuminna í innsveitum Lélegt skyggni og erfið…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]