Fréttir

Aftansöngur kl. 17.00 á morgun

Helgihaldi í Siglufirði þetta árið lýkur með aftansöng kl. 17.00 í Siglufjarðarkirkju á morgun. Þar verður flutt Bjarnatón, eins og venja er um jól. Kirkjukór Siglufjarðar syngur, organisti og stjórnandi verður Rodrigo J. Thomas. Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Egill Hrafn Sigurjónsson

Egill Hrafn var færður til skírnar í gær, laugardaginn 28. desember, í Siglufjarðarkirkju. Skírnarvottar eða guðfeðgin voru Katrín Elva Ásgeirsdóttir og Rögnvaldur Egilsson. Egill Hrafn fæddist á Akureyri 23. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sjöfn Ylfa Egilsdóttir og Sigurjón Hrafn Ásgeirsson, að Hvanneyrarbraut 25 á Siglufirði. Eldri systkin Egils Hrafns eru Franzisca Ylfa, sem fædd…

Sólrún Anna á leið til Frakklands

Sólrún Anna Ingvarsdóttir var á dögunum valin í kvennalandslið Íslands í badminton og er á leið til Liévin í Frakklandi, þar sem Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða fer fram 11.-16. febrúar næstkomandi. Alls eru 34 landslið skráð í Evrópukeppni karlalandsliða og 29 landslið skráð í Evrópukeppni kvennalandsliða. Karlalandsliðið verður í riðli 5 ásamt Azerbaijan, Tékklandi og…

Opið – og lokað

Búið er að opna veginn um Ólafsfjarðarmúla. Þar er nú skráð hálka og éljagangur. Vegurinn um Almenninga (Siglufjarðarvegur) er hins vegar enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Staðan verður metin að nýju upp úr hádegi, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Mynd (úr safni): Sigurður Ægisson │ [email protected] Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected] / Vegagerðin.

Allt lokað

Siglufjarðarvegur er enn lokaður og hefur svo verið í nokkra daga. Í gær var fært um Múlaveg en í gærkvöldi var ákveðið að loka honum og þannig er staðan í dag. Eins er með Öxnadalsheiði og leiðina austur. Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er svofelld: „Norðaustan 13-20 m/s og él, en úrkomulítið inn til…

Siglufjarðarvegur lokaður

Búið er að loka Siglufjarðarvegi og Öxnadalsheiði vegna veðurs. Spáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er svofelld: „Norðaustan 13-20 síðdegis og él, hvassast og úrkomumest á annesjum og Ströndum. Heldur hægari og úrkomuminna á morgun. Hiti um frostmark, en vægt frost inn til landsins.“ Og fyrir Norðurland eystra: „Norðaustan 10-18 og él eða snjókoma, en…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]