Fréttir

Sunnudagskaffi í Alþýðuhúsinu

Á sunnudaginn kemur, 7. apríl, kl. 14.30, mun listamaðurinn Teresa Cheung vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Teresa kemur upphaflega frá Hong Kong. Hún hefur verið að vinna í lista- og menningargeiranum í yfir 8 ár. Hún hefur stjórnað sérstökum verkefnum hjá Listhús, Ólafsfirði, frá því að hún flutti…

Myndin sem prýðir Moggann

Mikael Sigurðsson, fimmtán ára gamall Siglfirðingur, á fimm dálka ljósmynd á besta stað í Morgunblaðinu í dag, þ.e.a.s. í miðopnu. Hún sýnir landsel yljandi sér á skeri í kvöldsól á Álftanesi fyrir nokkrum dögum. Þann18. janúar síðastliðinn átti hann einnig mynd í téðu dagblaði, af þistilfinku. Mynd: Mikael Sigurðsson. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is. Fylgja:…

Veggjald í Strákagöngum

Fyrir sextíu árum, í mars 1959, kom Sigurður Jóhannsson vegamálastjóri með þá hugmynd að tekið yrði 10,3 milljóna króna lán til að ljúka við Strákaveg og Strákagöng á þremur árum, væntanlegar fjárveitingar ríkissjóðs yrðu nýttar til að greiða niður lánið en vextir af því verði greiddir með veggjöldum. Rætt var um að gjaldið yrði 100…

Fiskur, hjúkrun og söngur

Þorsteinn B. Bjarnason hjúkrunarfræðingur var á dögunum í skemmtilegu viðtali á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, þar sem hann fór yfir málin. Sjá hér. Mynd: Af téðum vef. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Kirkjuskólaslútt á sunnudag

Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að bæta einum tíma við í barnastarfi Siglufjarðarkirkju og verður lokasamveran því á sunnudaginn kemur, 31. mars, frá kl. 11.15 til kl. 12.45. Í safnaðarheimilinu verður boðið upp á pylsur í brauði og eitthvað við hæfi til drykkjar. Þráðurinn verður svo tekinn upp að nýju í byrjun næsta vetrar….

Mandarínöndin er hér enn

Nú eru teknar að berast fréttir af komu farfugla til landsins. Tjaldurinn kom í Siglufjörð fyrir nokkru og í gær spurðist út að álftin væri mætt. Annars staðar í landinu hafa sést grá- og heiðagæsir, svo ljóst er að vorið er að bresta á. Mandarínöndin, sem fyrst sást hér í firði í byrjun janúar, unir…

Krabbameinsleit í Fjallabyggð

Krabbameinsfélag Íslands er þessa dagana með krabbameinsleit (brjóstamyndataka/leghálsstrok) fyrir konur 23 ára og eldri, búsettar frá Hauganesi í Eyjafirði til Fljóta í Skagafirði; þetta er nánar tiltekið frá 25. mars til 3. apríl. Á Siglufirði er skoðað á Heilsugæslustöðinni, sunnan til í HSN. Fréttir hafa borist af því að þátttaka sé afar dræm. Það var…

Búið að tengja allt dreifbýli

Í frétt sem birt var 22. þessa mánaðar á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins kemur fram, að ráðuneytið hafi nýverið samið við 23 sveitarfélög um styrki til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli, í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt. Fjallabyggð er ekki þar á meðal. Siglfirðingur.is spurðist fyrir um þetta hjá bæjaryfirvöldum í morgun og kom fram í svari Ármanns…

N4 heimsækir Salthúsið

Siglfirðingurinn Karl Eskil Pálsson fréttamaður á N4 skaust yfir á heimaslóð á dögunum og gerði Salthúsinu verðug skil í þættinum Að norðan, m.a. með viðtali við Anitu Elefsen safnstjóra. Sjá nánar hér. Mynd: Skjáskot úr umræddum þætti. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Genis styrkir handboltalið Kiel

Líftækni- og frumkvöðlafyrirtækið Genis hf. á Siglufirði hefur undirritað styrktarsamning við THW Kiel, 1. deildar handboltalið samnefndrar borgar í Þýskalandi. Að sögn Alfreðs Gíslasonar, yfirþjálfara Kiel, á samningurinn sér þann aðdraganda að nokkrir leikmenn liðsins strýddu við þráláta liðverki og stirðleika sem finna varð lausn á. Þetta má lesa á Facebooksíðu Genis hf. Sjá nánar…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is