Fréttir

Óvissustig beggja vegna

Óvissustigi vegna snjóflóða var lýst yfir kl. 10.30 í morgun fyrir Siglufjarðarveg utan Fljóta og vegna Múlavegar kl. 14.00 í dag. Veðurspáin sem gildir fram til kl. 22.00 í kvöld fyrir Strandir og Norðurland vestra er svofelld: „Norðan 13-18 m/s og snjókoma eða él, en mun hægari og úrkomuminna í innsveitum Lélegt skyggni og erfið…

Þrettándabrennan í dag

Þrettándabrenna Kiwanis og flugeldasýning Stráka, sem hvoru tveggja var frestað 6. janúar, verður í dag, 11. janúar og hefst á blysför frá Ráðhúsi Fjallabyggðar kl. 17.00. Að þessu loknu verður grímuball á Kaffi Rauðku. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Opið og lokað

Klukkan 06.00 í morgun var Múlavegur opnaður fyrir umferð og hættustigi vegna snjóflóða þar aflýst en óvissustig er þó enn í gildi. Siglufjarðarvegur utan Fljóta er enn lokaður. Mynd: Vegagerðin. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Múlavegur opinn – í bili

Nú er vitað að tvö snjóflóð hafa fallið við Siglufjarðarveg, annað hvort í nótt eða í morgun, og fór annað þeirra yfir veginn við munna Strákaganga. Þá fór tveggja metra þykkt snjóflóð yfir Ólafsfjarðarveg í nótt og annað féll í Böggvisstaðafjalli í Dalvíkurbyggð. Nú áðan, kl. 18.30, var hættustigi vegna snjóflóða í Ólafsfjarðarmúla aflýst og…

Appelsínugult

Gul viðvörun Veðurstofu Íslands frá því í morgun er nú orðin að appelsínugulri fyrir Breiðafjörð, Strandir, Norðurland vestra og Norðurland eystra. Hún tekur þegar gildi og rennur ekki út fyrr en síðdegis. Orðrétt segir veðurfræðingur um Strandir og Norðurland vestra: „Suðvestan hríðarveður, vindur víða 20-28 m/s, snjókoma og skafrenningur með lélegu skyggni. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar,…

Allt lokað

Siglufjarðarvegur utan Fljóta er lokaður vegna snjóflóðahættu og eins er um Múlaveg. Einnig er lokað á Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Víða er þæfingsfærð og slæmt skyggni. Sumstaðar eru yfirgefnir bílar í vegkanti. Þetta má lesa á upplýsingasíðu Vegagerðarinnar. Mynd: Vegagerðin.is. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Tilnefnd til dönsku kvikmyndaverðlaunanna

Kristín Júlla Kristjánsdóttir er tilnefnd til dönsku kvikmyndaverðlaunanna, Robert Prisen, fyrir bestu förðun í kvikmyndinni Valhalla. Kristín er tilnefnd ásamt Salla Yli-Luopa. Verðlaunahátíðin fer fram 26. janúar. Mannlíf.is greinir frá þessu. Kristín Júlla Kristjánsdóttir er fædd árið 1968. Foreldrar hennar eru Hafrún Ólöf Víglundsdóttir og Kristján Ingi Helgason (Sveinssonar leikfimikennara). Fósturfaðir Kristínar var Júlíus Baldvinsson.
…

Gult í kvöld og nótt

Djúp og víðáttumikil lægð fer norðaust­ur yfir landið í dag. Gul viðvör­un tekur gildi fyrir Strand­ir og Norður­land vestra kl. 18.00 og gild­ir til 02.00 í nótt. Veðurstofa Íslands segir: „Suðvest­an 18-25 m/​s og él. Bú­ast má við mjög snörp­um vind­hviðum við fjöll. Vara­samt fyr­ir öku­tæki sem taka á sig mik­inn vind. Fólk hugi að…

Siglfirskur rektor

Mar­grét Jóns­dótt­ir Njarðvík hef­ur verið ráðin rektor Há­skól­ans á Bif­röst frá og með 1. júní 2020, en hún var val­in úr hópi sjö um­sækj­enda. Þetta má lesa á Mbl.is. Og áfram segir þar: „Mar­grét er með doktors­próf í spænsku máli og bók­mennt­um frá Princet­on Uni­versity og MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún hef­ur víðtæka reynslu…

Lítið ljós

Margar bækur komu út á síðasta ári, einkum á seinni parti þess, og var jafnvel talað um metfjölda hvað þetta varðaði, ef undirritaður man rétt. Sumar þóttu merkilegri en aðrar og var hampað sem því nam, eins og gengur. Sú fallegasta, bæði að innihaldi og útliti, fór þó hljóðlega um í jólabókaflóðinu. Barst ekki mikið…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]