Fréttir

Ferming í Siglufjarðarkirkju

Á morgun, hvítasunnudag, 9. júní, kl. 11.00, verður ferming í Siglufjarðarkirkju. Þau sem fermast eru: Jón Einar Ólason, Eyrarflöt 10, Magnús Valdimar Einarsson, Sauðanesi, Mikael Daði Magnússon, Hávegi 12, Steinunn Svanhildur Heimisdóttir, Hverfisgötu 5a, Sverrir Jón Sigurðsson, Eyrarflöt 2 og Viktoría Unnur Jóhönnudóttir, Hafnartúni 36. Messan er öllum opin. Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Færeyjaferðin 2019

Stór hluti eldri borgara í Ólafsfirði og Siglufirði fór í heimsókn til Færeyja 29. maí, og kom heim aftur til 7. júní. Steingrímur Kristinsson var með í för og hefur nú birt myndir á þessari vefslóð. Sjón er sögu ríkari. Mynd: Steingrímur Kristinsson. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Hitabylgja í vændum

Fallegt veður hefur verið um land allt í dag, heiðskírt og bjart, og verður svo áfram víðast hvar, nema kannski helst á sunnudag. Eftir helgi er svo von á hitabylgju. Spáin fyrir þriðjudag er svofelld hjá Veðurstofu Íslands: „Suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða léttskýjað. Hiti 11 til 20 stig að deginum, hlýjast…

Örlygur með sýningu

Á morgun, laugardaginn 8. júní kl. 14.00, opnar Örlygur Kristfinnsson sýningu sína „Lundabúðin“ í Söluturninum við Aðalgötu. Þar gefur að líta  sjötíu verk sem unnin eru með vatnslitum á pappír og fjörusprek. Sýningin verður opin flesta daga fram til 20. júlí. Mynd og texti: Aðsent.

Dagur hafsins

Alþjóðlegur dagur hafsins er 8. júní. Af því tilefni verður ýmislegt um að vera í Fjallabyggð. Sjá nánar á meðfylgjandi plakati. Mynd / plakat: Fjallabyggd.is. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Seabourn Quest í heimsókn

Skemmtiferðaskipið Seabourn Quest kom til Siglufjarðar í morgun og fór héðan seinnipartinn. Það kom ekki að bryggju heldur lagðist við akkeri úti á miðjum firðinum og þaðan var farþegum skutlað í land í minni bátum. Það var heldur kalt faðmlagið sem hinum aðvífandi gestum var boðið upp á, því í nótt varð allt grátt hér…

Saga-Fotografica og sumarið

Saga-Fotografica, að Vetrarbraut 17 hér í bæ, verður opið alla daga í sumar frá kl. 13.00–16.00. Nýjum ljósmyndasýningum verður hleypt af stokkunum 17. júní og þá verður reyndar opið frá kl. 13.00–17.00. Alltaf er heitt á könnunni þarna og margt að skoða. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Mynd: Aðsend. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Kompan á laugardag

Á laugardaginn kemur, 8. júní næstkomandi, kl. 15.00, opnar Kristín Gunnlaugsdóttir sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Kristín sýnir 40 teikningar og eitt málverk og ber sýningin yfirskriftina Málverk og teikningar 2018. Eins og heitið ber með sér eru verkin unnin í fyrra, málverkið með olíu á striga og teikningarnar með kolblýanti, vatnslit og glimmer….

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn er runninn upp. Því er við hæfi að líta til baka og skoða geymda fjársjóði, en þá er víða að finna. Einn er t.d. hér og annar þar. Og svo auðvitað hér. Siglfirðingur.is færir öllum sjómönnum, nær og fjær, og fjölskyldum þeirra, árnaðaróskir í tilefni dagsins. Mynd af plötuumslagi: Landsbókasafnið. Texti: Jónas Ragnarsson |…

Skeggrætt við hreiðrið

Siglfirðingurinn Rögnvaldur Gottskálksson prýðir forsíðu Morgunblaðsins þennan daginn, ásamt vinkonu sinni úr fuglaríkinu. En þannig er, að heiðagæsin sem þarna liggur á eggjum sínum er nýlegur landnemi í Héðinsfirði. Á þessum sama bletti hefur hún verpt síðastliðin þrjú sumur og komið upp ungum. Er þetta talinn vera nyrsti þekkti varpstaður hennar á Íslandi. Rögnvaldur hefur…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is