Fréttir

Ljósamessa á morgun

Á morgun kl. 17.00 verður fyrsta ljósamessa (kertamessa) vetrarins í Siglufjarðarkirkju, á rólegum nótum og við almennan söng og píanóundirleik. Hún verður að þessu sinni í umsjá Jónínu Ólafsdóttur prests í Dalvíkurprestakalli. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Vetrardagskrá Siglufjarðarkirkju

Nú er vetrarstarf Siglufjarðarkirkju að fara af stað. Það hefst með ljósamessu á sunnudag kl. 17.00. Hún verður nánar auglýst á laugardag. Barnastarfið hefst 6. október. Athygli skal vakin á, að um tvo fermingardaga verður að ræða næsta vor, annars vegar skírdag (9. apríl) og hins vegar hvítasunnudag (31. maí). Annað er nokkuð hefðbundið. Hér…

Ronja og ræningjarnir í Landanum

Landinn er sem kunnugt er í sólarhringsútsendingu, í tilefni af 300. þættinum. Ronja og ræningjarnir verða þar upp úr klukkan fjögur í dag, í æfingarhúsnæðinu á Siglufirði, og taka eflaust lagið. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Siglufjörður í morgunsárið

Svona lítur bærinn út í morgunsárið á þessum ágæta degi, í blankalogni og mildu veðri. „Loksins er sumarið komið“ ritaði einhver á Facebook í gær, þegar hitinn fór í 16 stig. Núna er hann ívið lægri. Á morgun á hann víst að fara í 17 stig. Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Ragnheiður Guðrún

Í gær var Ragnheiður Guðrún Guðmundsdóttir færð til skírnar í Siglufjarðarkirkju. Hún fæddist 28. júlí síðastliðinn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar hennar eru Salóme Sigurðardóttir og Guðmundur Heiðar Jónsson. Þau búa á Akureyri. Guðfeðgin Ragnheiðar Guðrúnar eru Davíð Sigurðsson, Guðný Gréta Guðnadóttir, Helena Hrund Vignisdóttir og Ísak Sigurðsson. Siglfirðingur óskar fjölskyldunni innilega til hamingju. Myndir…

Hulda í Fréttablaðinu

Í Fréttablaðinu í gær birtist viðtal við Huldu Jónsdóttur frá Seljanesi á Ströndum, sem lengst af bjó á Sauða­nesi við Siglu­fjörð, fyrstu átta árin án vega­sam­bands. Viðtalið má nálgast hér. Mynd: Skjáskot úr Fréttablaðinu. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

24 erlendir fræðimenn í heimsókn

Þessa vikuna hefur verið handagangur í öskjunni á Hótel Siglunesi. Tuttugu og fjórir fræðimenn frá Póllandi, Hollandi, Þýskalandi og Rússlandi sátu ráðstefnu um byggðamál þar sem þeir kynntu sér byggðamál á Siglufirði, Akureyri og Sauðárkróki. Vitaskuld var yfirskriftin yfir deginum á Siglufirði ”From Herring to High Technology“ en bæjarstjórinn, Gunnar Birgisson, frumkvöðullinn Róbert Guðfinnsson, sagnfræðingurinn…

188.533.962 krónur

Eftir rigningarnar miklu í fyrri hluta ágústmánaðar og umræðu sem varð í kjölfarið meðal bæjarbúa hér, sendi ritstjóri eftirfarandi spurningar til Fjallabyggðar með því fororði að svörunum yrðu gerð skil á Siglfirðingi: 1) Hver er kostnaður bæjarfélagsins við úrbætur á fráveitukerfi Siglufjarðar frá árinu 2000 og til þessa dags og hvenær er ráðgert að framkvæmdum…

Bíó í Gránu

Rússneska kvikmyndavikan á Íslandi fer nú fram í sjöunda sinn. Að henni standa Kvikmyndaframleiðslumiðstöðin NORFEST og sendiráð Rússlands á Íslandi með stuðningi Menningarmálaráðuneytis Rússlands og iCan ehf. Í ár er viðburðurinn tileinkaður 75 ára afmæli stjórnmálasambands Rússlands og Íslands. Föstudagskvöldið 20. september nk. verða sýndar tvær kvikmyndir í Gránu, bræðsluhúsi Síldarminjasafnsins. Sýningin hefst kl. 20.00….

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is