Fréttir

Ljósakrossar

Félagar í Björgunarsveitinni Strákum byrja að tengja ljósakrossana í gamla og nýja kirkjugarði í kvöld, fimmtudaginn 28. nóvember. Miðar fyrir tengigjaldi verða seldir í SR-Byggingavörum og þeir sem eru með krossa í fóstri hjá björgunarsveitinni fá sendan greiðsluseðil fyrir árgjaldi. Í ár verður sú breyting gerð að eingöngu verða notaðar LED perur í krossana. Þeir sem…

Ein milljón eintaka

Þeim áfanga var fagnað í gær að spennusagnahöfundurinn Ragnar Jónasson hefur selt eina milljón eintaka af bókum sínum, þar af 500 þúsund bækur í Frakklandi, 250 þúsund í Bretlandi, 100 þúsund í Bandaríkjunum og 65 þúsund á Íslandi. Morgunblaðið greindi frá. Sjá nánar í fylgju hér fyrir neðan. Þess má geta að ein af tengdadætrum…

Strákagöng lokuð í nótt

Strákagöng verða lokuð aðfaranótt þriðjudags, 26. nóvember, frá miðnætti til kl. 06.00, vegna viðhalds, að því er fram kemur í tilkynningu sem í gær barst frá deildarstjóra Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Jólaaðstoð 2019

Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Rauði krossinn veita þeim á Eyjafjarðarsvæðinu sem á þurfa að halda fjárhagslega aðstoð fyrir jólin. Fyrir þau sem búa á og við Akureyri skal bent á auglýsinguna hér fyrir ofan, en þau sem eru utan þess svæðis hafa samband við viðkomandi sóknarprest og nálgast hjá honum eyðublað sem þarf…

Kirkjuskóli og dægurlagamessa

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið, kl. 11.15-12.45. Kl. 17.00-18.00 verður svo dægurlagamessa. Ræðumaður verður Linda Lea Bogadóttir, markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar. Karlakórinn í Fjallabyggð og Kirkjukór Siglufjarðar syngja. Undirleikarar og stjórnendur verða Elías Þorvaldsson og Rodrigo J. Thomas. Einsöngvari verður Birgir Ingimarsson. Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Siglufjarðarsaga næst

Ragnar Jónasson var í viðtali hjá Maríu Pálsdóttur í Föstudagsþættinum á N4 í kvöld. Þar kom fram að hann er kominn vel á veg með næstu spennusögu sína, þá tólftu, og mun hún fjalla um lögreglumanninn Ara Þór Arason og gerast á Siglufirði. Hægt er að horfa á þáttinn hér. Með Ragnari er níu ára…

Frá hnjám og niður

Fríða Björk Gylfadóttir, Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2015, er ekki þekkt fyrir að sitja auðum höndum. Fjölmörg dæmin sanna það. Skemmst er að minnast Héðinsfjarðartrefilsins. Nú er hún með annað verkefni á prjónunum, eða þannig. Á Facebook-síðu súkkulaðikaffihúss síns ritaði hún á dögunum: „Á næsta ári verður verkefnið um Héðinsfjarðartrefillinn 10 ára. Þetta var stórt verkefni sem…

Sigraði á Meistaramóti BH

Sólrún Anna Ingvarsdóttir varð í 1. sæti á Meistaramóti BH (Badmintonfélags Hafnarfjarðar), sem fram fór um síðustu helgi. Mótið er hluti af Hleðslubikar badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista þess. Í einliðaleik kvenna spiluðu til úrslita Júlíana Karitas Jóhannsdóttir, TBR, og Sólrún Anna, sem er í BH, og vann Sólrún Anna leikinn 21-19 og 21-19….

Ragnar les upp á Kristnesi

Á fimmtudaginn, 21. nóvember, kl. 17:00-18:30, les Ragnar Jónasson rithöfundur upp úr nýjustu spennusögu sinni, Hvítadauða, á Hælinu, setri um sögu berklanna, skammt innan við Akureyri. Einnig áritar hann bókina, sem verður til sölu. Kaffi á könnunni og allir velkomnir. Hvítidauði gerist einmitt að hluta til á berklahæli í Eyjafirði. Þetta var mest selda íslenska…

Gamansögur af íslenskum tónlistarmönnum

Nýútkomin bók, „Hann hefur engu gleymt … nema textunum!,“ inniheldur fjölmargar gamansögur af íslenskum tónlistarmönnum og þar á meðal siglfirskum. Höfundur er Guðjón Ingi Eiríksson og það er Bókaútgáfan Hólar sem gefur út. Hér er örlítið sýnishorn. * Björgvin Halldórsson – Bó – var einhverju sinni að koma úr starfsmannateiti á Stöð 2. Hópurinn, sem…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is