Fréttir

Hátíðarkirkjuskóli í Siglufjarðarkirkju

Á morgun verður hátíðarkirkjuskóli í Siglufjarðarkirkju og hefst hann kl. 11.15. Kemur hann í stað fjölskyldumessu sem ráðgert hafði verið að hafa kl. 14.00. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og kökuveitingar í tilefni aðventunnar og vera má að einhverjir rauðklæddir, skeggjaðir náungar villist þangað eins og í fyrra. Mynd og texti: Sigurður Ægisson |…

Og aftur er lokað

Ólafsfjarðarmúli og Siglufjarðarvegur eru lokaðir vegna snjóflóðahættu, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Ólafsfjarðarmúla var lokað kl. 22.00 í gærkvöldi eftir að óvissustigi hafði verið lýst yfir kl. 21.15. Forsíðumynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Kort: Vegagerðin.

Frjáls og fullvalda þjóð

Engar fréttir eru af því að Siglfirðingar hafi haldið sérstaklega upp á 1. desember 1918 að öðru leyti en því að þar hafi fánar verið dregnir að hún eins og annars staðar á landinu. En daginn áður birtist hvatningargrein í bæjarblaðinu Fram. „Loksins hafa íslendingar náð því takmarki, er þeir hafa verið að keppa að…

Bók um framkvæmdastjóra SR

Margir eldri Siglfirðingar minnast Jóns Gunnarssonar sem var framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði frá 1935 til 1936 og aftur frá 1938 til 1945. Jakob F. Ásgeirsson sagnfræðingur hefur skrifað bók um ævi þessa mikla athafnamanns en útgefandi er Ugla. Í texta á bókarkápu segir: „Fáir menn hafa markað jafn djúp spor í atvinnusögu Íslendinga á…

Ennþá er lokað

Siglufjarðarvegur er enn lokaður vegna snjóflóðahættu og eins er með Ólafsfjarðarmúla, en þar vegna óvissu. Einnig er lokað á Þverárfjalli, Öxnadalsheiði, í Víkurskarði, á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Hófaskarði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem barst á áttunda tímanum í morgun frá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Mynd: Vegagerðin. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Lokað beggja vegna

Ófært er til og frá Sigufirði og hefur verið það stóran hluta dagsins. Óvíst er hvenær opnað verður. Mynd: Vegagerðin. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Fáni Fjallabyggðar

Nemandi í BA námi í því sem á ensku nefnist Visual communication tók sig til og bjó til fána allra sveitarfélaga á Íslandi og fór í því lauslega eftir byggðarmerkjum þeirra hverju um sig. Hann birti afraksturinn svo á Reddit undir dulnefninu eða notandanafninu u/bnimble-bquick. Sjá nánar hér. Myndir: Reddit.com. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Óveður í vændum

Afar slæmu veðri er spáð næstu tvo daga og hef­ur Veður­stof­an gefið út viðvör­un fyr­ir stór­an hluta lands­ins eft­ir há­degi á morg­un og allan fimmtudaginn en spáð er allt að 50 metr­um á sek­úndu í hviðum. Bú­ast má við því að sam­göng­ur rask­ist vegna roks og snjó­komu. Sjá nánar hér. Myndir: Veðurstofa Íslands. Texti: Sigurður…

Tvær skírnarathafnir í gær

Tvær skírnarathafnir voru í Siglufirði í gær. Kl. 13.30 var Emil Óli Sindrason færður til skírnar í Siglufjarðarkirkju. Hann fæddist 18. september síðastliðinn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann á eina systur sem er Þórdís Arna, fædd 12. desember 2013. Foreldrar þeirra eru Ásdís Eva Sigurðardóttir og Sindri Ólafsson, að Aðalgötu 16, Siglufirði. Skírnarvottar í gær…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is