Fréttir

Vefmyndavélar

Nú geta lesendur Siglfirðings kannað aðstæður á vegum nyrðra – og reyndar á landinu öllu, ef út í það er farið – með því að ýta á myndina hér á forsíðu, neðarlega til hægri og smellt á hana og svo á viðkomandi hnappa (græna) eftir það. Mynd: Vegagerðin. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Gamlar myndir frá Siglufirði

Á vef Ljósmyndasafns Reykjavíkur má þessa dagana sjá gamlar nýskannaðar myndir frá Siglufirði. Ljósmyndari var Sigurhans Einarsson Vignir (1894-1975). Mynd: Skjáskot af vef Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Neon í 2. sæti

Félagsmiðstöðin Neon keppti um nýliðna helgi í hönnunarkeppninni Stíl sem fram fór í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. Um er að ræða árlega hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Í fyrra vann félagsmiðstöðin Neon þessa keppni og í ár hneppti okkar lið 2. sætið….

Óvissustigi aflétt

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla var aflétt kl. 14.15 í dag. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Óvissustig enn í gildi

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla er enn í gildi, að því er sjá má á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þessa stundina gengur á með éljum á svæðinu. Mynd: Vegagerðin. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Neongular húfur í myrkrinu

Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar og  slysavarnadeildir  í Fjallabyggð gáfu á dögunum öllum nemendum skólans neongular húfur, finnskar. Þeim var fyrst skartað á degi sólarinnar, 28. janúar, þegar nemendur yngri deilda skólans við Norðurgötu á Siglufirði gengu upp að kirkjutröppum og sungu lög til að fagna því að sólin var á ný farin að varpa geislum sínum yfir…

Vantar bara hnakkana

Súkkulaðikaffihús Fríðu Bjarkar Gylfadóttur að Túngötu 40a á Siglufirði er orðið þekkt kennileiti í bænum, þótt ekki séu nema rúm tvö ár síðan það var opnað, eða nánar tiltekið 25. júní 2016. Þar hafa frá upphafi verið á boðstólum handgerðir konfektmolar úr úrvalssúkkulaði, belgísku, auk margs annars. Og heimafólk og ferðamenn, innlendir sem erlendir, hafa…

Fornleifarannsóknir á Siglunesi

Áhugaverðar fornleifarannsóknir voru gerðar á Siglunesi fyrir nokkrum árum og skýrslur birtar að þeim loknum. Þær eru nú aðgengilegar á Netinu. Höfundar annarrar eru Birna Lárusdóttir, Howell M. Roberts og Sigríður Þorgeirsdóttir og höfundar hinnar  Sólborg Una Pálsdóttir og Þór Hjaltalín. Sjá líka hér. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is