Fréttir

Siglufjörður og Reykjavík

Í pistli í Fréttablaðinu í dag segir bréfritari nokkur, Guðmundur Kristján Jónsson, Siglufjörð vera samkeppnishæft samfélag við Reykjavík. Sjá hér eða úrklippu fyrir neðan. Mynd: Ingvar Erlingsson. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is. Úrklippa: Úr Fréttablaðinu í dag.

Kaliforníurúllur Magnúsar

Föstudaginn 2. ágúst kl. 17.00 opnar Magnús Helgason sýningu í Kompunni Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber yfirskriftina Kaliforníurúllur Magnúsar. Sýningin stendur til 18. ágúst og er opin daglega frá kl. 14.00 til 17.00. Kaliforníurúllur Magnúsar er hefðbundin myndlistarsýning að hætti Magnúsar Helgasonar. Þar ber að líta málverk úr fundnum efniviði auk sprellfjörugrar segulinnsetningar. Magnús Helgason…

Stærsta skemmtiferðaskip sem lagst hefur að bryggju

Í dag lagðist skemmtiferðaskipið Saga Sapphire að bryggju á Siglufirði. Skipið sem er 200 metra langt, liggur við 155 metra langan bryggjukant og er það stærsta sem lagst hefur að bryggju á Siglufirði, að því er fram kemur á vef Fjallabyggðar. Þar kemur einnig fram að Saga Sapphire sé rúmlega 37.000 brúttótonn, farþegar séu um…

Hlýtt næstu daga

Fallegt er veðrið norður í Siglufirði þessa stundina, um 18 stiga hiti, eins og víðast hvar á landinu, reyndar. Og ekki er verra að þessi dáemd á að endast alla vega til miðvikudags, að því er spár gera ráð fyrir. Mynd: Veðurstofa Íslands. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Mótherjar urðu samherjar

Fótboltahátíðinni Rey Cup 2019 lauk í gær. Aldursbil þátttakenda var 13-16 ára, eins og jafnan áður, og er þetta langstærsta knattspyrnumót landsins, fyrir þennan aldur, þar sem um eða yfir 1.400 unglingar koma saman, spila fótbolta og skemmta sér frá miðvikudegi til sunnudags, að því er fram kemur á heimasíðu Rey Cup. Að þessu sinni…

Horft yfir bæinn

Þær voru flottar eins og jafnan áður myndirnar, sem Ingvar Erlingsson tók í gær og birti á Facebooksíðu sinni. Sjá t.d. hér. Mynd og myndband: Ingvar Erlingsson. Birt með leyfi. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Systkin í Alþýðuhúsinu

Þriðjudaginn 30. júlí kl. 21.00 verða systkinin Mikael Máni og Lilja María Ásmundsbörn með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Húsið verður opnað kl. 20.45 og er tekið við frjálsum framlögum við innganginn. Systkinin Mikael Máni Ásmundsson og Lilja María Ásmundsdóttir skipa dúóið Innri felustaður en þau munu halda í tónleikaferðalag í lok júlí þar sem…

Högni með tónleika í kvöld

Högni Egilsson verður með tónleika í Siglufjarðarkirkju í kvöld. Þeir hefjast kl. 20.00. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi hans um landið. Aðgangur er ókeypis. Sjá líka hér. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Enn skelfur

Tveir jarðskjálft­ar af stærðinni 3,2 mæld­ust tæp­um 30 kíló­metr­um norður af Sigluf­irði um klukk­an sex í morg­un. Skjálft­arn­ir nú eru átta kíló­metr­um norðar en skjálfta­hrin­an sem varð á miðviku­dag­inn. Mbl.is greinir frá þessu. Fjöldi eft­ir­skjálfta hefur mælst, sá stærsti 2,7 á Richter. Sjá nánar hér og hér. Mynd: Veðurstofa Íslands. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Hjólbara-Hugi á Siglufirði

Hugi Garðarsson er tuttugu og eins árs Reykvíkingur, sem gengur hringveginn í sumar til styrktar Krabbameinsfélaginu. Hugi hóf gönguna á Þingvöllum þann 6. júní síðastliðinn og reiknar með að ljúka henni á Þingvöllum í kringum 10. september næstkomandi. Hann gerir ráð fyrir að heimsækja um 70 þorp og bæi á leiðinni og ganga 3.000-3.500 kílómetra….

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is