Fréttir

Bæjarlífspistill

Morgunblaðið birtir reglulega pistla fréttaritara sinna, í þætti sem nefnist Úr bæjarlífinu. Er þar reynt að bregða upp myndum úr heimabyggð og því sem fólk úti um land hefur verið og er að fást við hverju sinni. Þetta á að vera stutt og hnitmiðað. Síðasti pistill héðan var 20. janúar. Í dag er aftur komið…

Segull 67 á mikilli siglingu

Ég var búinn að vera að ferðast mikið og í eitt skiptið þegar ég kom heim til Íslands ákvað ég að prófa að brugga og gerði það í nokkuð mörg ár, langaði alltaf að gera eitthvað meira úr þessu, var búinn að gera alls konar tilraunir, en það var ekki fyrr en ég tók ákvörðun…

Fleiri myndir úr Fífladölum

Sigurður Hlöðvesson hefur góðfúslega látið vefnum í té afnot af fjölda mynda til birtingar, sem hann hefur tekið í Fífladölum á síðustu þremur árum framkvæmda þar. Vídeó Og myndbandsupptöku að auki. Sjón er sögu ríkari. Myndir Myndir: Sigurður Hlöðvesson. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Framkvæmdum lokið

Framkvæmdum sem staðið hafa yfir í fimm ár í norðurhluta Fífladala í Hafnarfjalli í Siglufirði er lokið. Þetta var jafnframt þriðji áfangi framkvæmda við uppsetningu stoðvirkja í firðinum, en fyrsti áfanginn var í Gróuskarðshnjúki í norðurhlið Hvanneyrarskálar haustið 2003, annar hófst sumarið 2013 í Fífladölum og hinn þriðji sumarið 2015. Lokaúttekt fór fram 31. ágúst…

Ljósamessa á morgun

Á morgun kl. 17.00 verður ljósamessa í Siglufjarðarkirkju á rólegum nótum, við almennan söng og píanóundirleik. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Hvítt í efstu brúnum

Fallegur hefur þessi septemberdagur verið nyrst á Tröllaskaga. Og er. Siglfirskir fjallatindar bera þó margir hverjir snjóhettu eftir kulda næturinnar. Hvort þessi áminning um veturinn fer eða verður á svo eftir að koma í ljós. Veðurspáin er þessi: „Austanátt, víða 10-18 m/s og rigning, en hægari og úrkomulítið N-lands fram á nótt. Norðaustan 13-20 m/s…

Myndarlegur borgarísjaki

Þessi myndarlegi borgarísjaki er þessa stundina norður af mynni Siglufjarðar og hefur fjöldi manns verið út við Strákagöng í dag að berja hann augum. Sjá líka hér. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Kort: Veðurstofa Íslands.

Skrifum öll undir

Þessa dagana er í gangi rafræn undirskriftasöfnun til stuðnings bættum kjörum aldraðra og öryrkja. Henni lýkur 8. október næstkomandi. Allir sem orðnir eru 18 ára mega taka þátt. Siglfirðingur.is hvetur hér með lesendur sína til dáða. Slóðin er http://listar.island.is/Stydjum/23. Undirskriftirnar verða síðan afhentar Alþingi og ríkisstjórn. Mynd: Fengin úr Morgunblaðinu í dag. Texti: Sigurður Ægisson |…

Veggspjaldasýning um mannát

Í Morgunblaðinu í gær var rætt við Dagrúnu Ósk Jónsdóttur þjóðfræðing, sem var að opna Veggspjaldasýningu í bókasafninu í Spönginni í Reykjavík, um mannát í íslenskum þjóðsögum. Dagrún Ósk á m.a. rætur í Siglufirði. Foreldrar hennar eru Ester Sigfúsdóttir og Jón Jónsson. Ester er dóttir Sædísar Eiríksdóttur (f. 1944) og Sigfúsar Magnúsar Steingrímssonar (f. 1942,…

Alþjóðlegt briddsmót um helgina

Norðurljósamótið, alþjóðlegt briddsmót, fer fram í íþróttahúsinu á Siglufirði um komandi helgi. Er þetta í þriðja skipti sem mótið er haldið. Alls eru 30 sveitir og 50 pör skráð til leiks, þar af flestir bestu spilarar landsins. Einnig er meðal keppenda dönsk sveit, skipuð spilurum sem oft hafa spilað á Briddshátíð í Reykjavík. Mótið hefst…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is