Fréttir

Hjartans mál

Kiwanisklúbburinn Skjöldur í Fjallabyggð hefur nú nýverið keypt fimm hjartastuðtæki og komið fyrir í byggðarlaginu. Hugmyndin er að slík tæki séu aðgengileg ef íbúar eða gestir verða fyrir áföllum og séu tækin þá tiltæk til fyrstu hjálpar. Tækjunum hefur verið komið fyrir í Kjörbúðinni, bæði í Ólafsfirði og Siglufirði, í Skálarhlíð, Siglufirði, og húsi aldraðra…

Hittingur í Skarðdalsskógi

Íbúar Fjallabyggðar! Verðum í skógræktinni í Skarðdal sunnudaginn. 17.  desember frá kl. 13.00 -15.00. Þau sem hafa hug á að saga sitt eigið jólatré hafi samband við Kristrúnu í síma 467-1650, farsímanúmer 847-7750, eða Beggu í síma 467-1258, farsímanúmer 862-4377. Höfum gaman saman í skógræktinni. Verðum með hressingu í Skógarhúsinu. Skógræktarfélag Siglufjarðar Mynd: Sigurður Ægisson…

Aðventuheimsókn

Siglufjarðarkirkja fékk mjög svo ánægjulega heimsókn í morgun þegar 8 ára börn úr Grunnskóla Fjallabyggðar litu þar inn ásamt með kennurum sínum og fræddust um aðventuna og margt annað henni tengt, auk þess sem nokkur jólalög voru sungin. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Barnastarf og aðventuhátíð

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið á 2. sunnudegi í aðventu, kl. 11.15, og verður þetta síðasta samveran fyrir jól. Aðventuhátíð hefst svo kl. 17.00 með þátttöku Kirkjukórs Siglufjarðar, sem leiðir almennan söng og flytur að auki tvö lög, stjórnandi er Elías Þorvaldsson; Vorboðakórsins, sem flytur tvö lög, stjórnandi er Sturlaugur Kristjánsson; Júlíusar…

Jólastund fyrir eldri borgara

Eldri borgurum í Fjallabyggð er boðið til notalegrar jólastundar á Síldarminjasafninu þriðjudaginn 12. desember næstkomandi, kl. 14.00. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Forsíðumynd, auglýsing og texti: Aðsent.

Skjálftahrina við Siglufjörð

Þrír jarðskjálft­ar mæld­ust við Siglu­fjörð í nótt og morg­un. Sá stærsti var 3,1 stig en hann reið yfir um kl. 05.25. Á síðu Veðurstofu Íslands kemur fram að upptökin hafi verið 11 km suðvest­ur af Sigluf­irði, á 12,9 km dýpi. Hinir tveir voru báðir 11,4 km suðvest­ur af Sigluf­irði, 1,2 og 2,8 að stærð, á…

Aðalheiður með jólasýningu

Fimmtudaginn 7. desember næstkomandi frá kl. 19.00–22.00 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir árlega jólasýningu á eigin verkum í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Á sýningunni eru verk sem unnin voru nú á haustmánuðum og samanstanda af lágmyndum, skúlptúrum og málverkum. Verk Aðalheiðar einkennast gjarnan af fundnum hlutum og endurvinnslu hráefnis sem gefur hugmyndafluginu byr undir báða vængi. Eins…

Aðventumessa fjölskyldunnar

Á morgun, 1. sunnudag í aðventu, kl. 14.00, verður létt fjölskyldumessa í Siglufjarðarkirkju með virkri þátttöku kirkjuskólabarna. Umrædd messa er hápunkturinn á barnastarfi kirkjunnar á haustmisseri og mikið sungið og glaðst. M.a. verður jólasagan rifjuð upp. Og spurst hefur að einhverjir rauðklæddir náungar muni e.t.v. líta inn með eitthvað gott í pokahorninu. Mikil köku- og…

Humar til sölu

Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg er með humar til sölu. 1 kg. af skelflettum humri er á 5.000 kr., upplagt í súpur, pizzur o.fl., og 1 kg. af stórum humri í skel er á 7.000 kr. Þarna er um að ræða fjáröflun fyrir barna- og unglingastarf félagsins. Áhugasamir kaupendur eru vinsamlegast beðnir um að panta fyrir 10….

Siglufjörður í Bandaríkjunum

Náttblinda, eftir Ragnar Jónasson, er að koma út í Bandaríkjunum og af því tilefni birti þekkt vefsíða í New York, Crime by the book, á dögunum fjölda mynda frá Siglufirði auk viðtals við rithöfundinn o.fl. Sjá hér. Mynd: Skjáskot af umræddri vefsíðu. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is