Fréttir

Siglfirðingurinn og kampselurinn

Fimmtán ára gamall Siglfirðingur á myndina sem prýðir forsíðu Morgunblaðsins í dag. Hún er af kampsel, sem var að spóka sig inn af Pollinum á Akureyri fyrir nokkrum dögum, lá þar á ísspöng. Útbreiðsla kampsela er bundin við íshöfin á norðurhveli jarðar, allt að 80°N, og eru þeir ein aðalfæða ísbjarna. Fullorðin dýr geta orðið…

Hvílist mjúklega

Á morgun, laugardaginn 9. nóvember kl. 15.00, opnar Ragnhildur Jóhanns sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði, sem ber yfirskriftina Hvílist mjúklega. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14.00-17.00 til 24. nóvember. Málverkaserían „Hvílist mjúklega“ er byggð er á samnefndum pistlum sem birtust í tímaritinu Frúin sumarið 1962. Téðir pistlar eru útdrættir úr bók frúarinnar Ingrid…

Gústabók afhent í kvöld

Bókin um Gústa guðsmann kom til landsins á fimmtudag í síðustu viku og fór í verslanir syðra daginn eftir. Hún kom á þriðjudag norður til Siglufjarðar og er til sölu í SR og Hjarta bæjarins. Björgunarsveitin Strákar mun í kvöld frá kl. 19.00 til 22.00 keyra bókinni til þeirra í Fjallabyggð sem voru á minningaskránni,…

Silkitoppur í heimsókn

Silkitoppur hafa verið að sjást víða á Íslandi að undanförnu. Þessi ungfugl á myndinni hér fyrir ofan, sem tekin var á Hvanneyrarhólnum á Siglufirði á laugardag, er í þeirra hópi. Silkitoppur verpa í norðanverðri Skandinavíu og fylgja þaðan barrskógabeltinu austur um Rússland og í Norður Ameríku. Þær eru miklar berjaætur. Þegar fæðuframboðið minnkar leggjast þær…

Orlof fyrir eldri borgara

Á fimmtudag næstkomandi, 7. nóvember, kl. 14.30, verður kynning í Húsi eldri borgara á Ólafsfirði á orlofsbúðum fyrir eldri borgara á Löngumýri í Skagafirði, sem íslenska þjóðkirkjan hefur í áratugi rekið þar. Þar geta 30 manns dvalið í hvert sinn, í eins, tveggja eða þriggja manna herbergjum. Sundlaug og heitur pottur eru á staðnum og…

Gyða Valtýsdóttir

Gyða Valtýsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 29. október síðastliðinn. Hún er dóttir Valtýs Sigurðssonar lögfræðings frá Siglufirði og Svanhildar Kristjánsdóttur flugfreyju. Hún á þrjú alsystkini og eitt hálfsystkini. Foreldrar Valtýs voru Sigurður Jónsson forstjóri Síldarverksmiðja ríkisins og Gyða Jóhannsdóttir. Sjá nánar hér og hér. Siglfirðingur.is óskar Gyðu innilega til hamingju með verðlaunin. Mynd: Fengin af Netinu….

Siglfirðingur í Helsinki

Myndlistarmaðurinn Arthur Ragnarsson heldur málverkasýningu á vegum Helsinki, höfuðborgar Finnlands. Sýningin verður opnuð þann 16. nóvember í Menningarmiðstöð Vuotalo í Helsinki. Þetta er önnur sýning listamannsins í Finnlandi þar sem hann hefur starfað undanfarið og kynnt sér forna söguheima og samíska fjölkyngi. Sýningin er jafnframt opnunarviðburður ársins 2020 í Menningarmiðstöð Vuotalo þar sem hafið er…

Gústabók komin út

Gústi, ævisaga Gústa guðsmanns, kom til landsins í gær. Hún var prentuð í Lettlandi. Fyrsta eintakið var afhent Siglfirðingafélaginu á aðalfundi þess í gær og veitti Jónas Skúlason, formaður, því viðtöku úr hendi Helga Magnússonar, sem var einn af þeim sem kom að vinnslu bókarinnar. Höfundur sjálfur var bundinn starfsskyldum fyrir norðan. Áður en til…

Kaktus á Akureyri

Í kvöld kl. 20.00, föstudaginn 1. nóvember, opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýninguna Seiðandi dans í Kaktus á Akureyri. Opnunin hefst með súpu og léttum veitingum. Sýningin er opin laugardaginn 2. nóvember og sunnudaginn 3. nóvember kl. 14.00-17.00. Að vanda eru allir hjartalega velkomnir að njóta lista og ljúfra stunda. Seiðandi dans. Manneskjan hefur frá örófi…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is