Fréttir

Höfðingleg gjöf

JE vélaverkstæði á Siglufirði hefur fært málmiðnaðarbraut VMA að gjöf plasma-skurðarvél og var starfsmaður fyrirtækisins í VMA í gær til þess að kenna kennurum og nemendum á vélina. Þetta er afar höfðingleg gjöf og ómetanlegt fyrir skólann að fá slíkan stuðning fyrirtækis í greininni, segir Hörður Óskarsson, brautarstjóri málmiðngreina í VMA og undir það taka…

Met­fjöldi farþega

Alls eru áætlaðar 39 skipakomur 11 farþegaskipa til Siglufjarðar á þessu ári, frá og með 14. maí til 20. september. Með þeim koma 7.925 farþegar. Er það sami fjöldi skipa og á síðasta ári en töluverð fjölgun farþega þar sem fleiri stærri skip eru áætluð í ár en í fyrra. Fjöldi skipakoma er þó minni…

Suðsuðves

Síðastliðnar tvær vikur hafa útskriftarnemendur við myndlistardeild Listaháskóla Íslands dvalið á vegum Alþýðuhússins á Siglufirði. Nemendurnir hafa starfað undir handleiðslu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og Sindra Leifssonar ásamt því að hafa kynnst heimamönnum og menningarstarfsemi í Siglufirði og Eyjafirði. Allir eru hjartanlega velkomnir á samsýningu þeirra suðsuðves í Segli 67, þar sem sýndur verður afrakstur síðustu vikna….

Sólardagurinn undirbúinn

Barnastarf Siglufjarðarkirkju (kirkjuskólinn) hefst að nýju í fyrramálið eftir jólafrí, stendur frá kl. 11.15 til 12.45. Nú verður farið í að undirbúa Sólardaginn. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Myndin sem prýðir Moggann

Mikael Sigurðsson, fimmtán ára Siglfirðingur, á mynd á blaðsíðu 4 í Morgunblaðinu í dag. Þar er um að ræða sjaldgæfan flækingsfugl, þistilfinku. Hún á heimkynni í Evrópu, Norður-Afríku og vestur- og mið-Asíu og heldur sig einkum í skóglendi. Myndin var tekin á Fáskrúðsfirði 13. janúar síðastliðinn. Finkan var þar í slagtogi með auðnutittlingum, sem eru…

Ingvar með ljósmyndasíðu

Ingvar Erlingsson hleypti af stokkunum ljósmyndasíðu á Facebook á dögunum. Þar er margt fallegt að sjá, héðan og þaðan af landinu. Mynd: Ingvar Erlingsson. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Kona vitavarðarins

Um helgina var rætt við Elfríði Pálsdóttur á Rás 1. Umræðuefnið var Þýskaland stríðsáranna og hvernig var að koma sem vinnukona á Siglunes við Siglufjörð. Hún giftist Erlendi Magnússyni sem var bóndi og vitavörður á Siglunesi og síðan bjuggu þau lengi á Dalatanga við Mjóafjörð. Árið 2011 kom út bókin Elfríð með endurminningum þessarar lífsreyndu…

Ljóðið lifir

Frétt Morgunblaðsins í gær (sjá hér) um vaxandi aðsókn í Ljóðasetrið á Siglufirði vakti athygli umsjónarmanna Lestarinnar á Rás 1 í dag. Hringt var í Þórarin Hannesson og er hægt að hlusta á viðtalið hér (byrjar 13:40). Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Vetur konungur minnir á sig

Töluvert hefur fennt í Siglufirði undanfarna daga og hafa snjóruðningstæki verið stöðugt á ferðinni við að hreinsa götur og vegi, eftir því sem kostur er. Þessa stundina er Siglufjarðarvegur reyndar lokaður. Mjög kalt verður næstu daga og einhver ofankoma, m.a. á morgun. Ljósmyndin hér fyrir ofan var tekin fyrr í dag á Túngötunni. Kortið hér…

Finnski utanríkisráðherrann í heimsókn

„Tvíhliða samskipti Íslands og Finnlands, málefni norðurslóða, Norðurlandasamstarfið, Evrópumál og öryggis- og varnarmál voru á meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, á fundi þeirra fyrr í dag sem fram fór á Síldarminjasafninu á Siglufirði. Soini, sem er staddur hér á landi í vinnuheimsókn, kynnti sér jafnframt atvinnulíf og…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is