Fréttir

Berjadagar í dag og á morgun

Berjadagar halda áfram. Kl. 14.00 hófust tónleikar í Pálshúsi, en þar rappar Stelpurófan, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, fyrir börn og unglinga og sýnir hvernig rapp verður til. Kl. 15.30 mun Kvæðamannafélagið Ríma úr Fjallabyggð kveða rímur fyrir vistmenn á Hornbrekku og aðra gesti. Kl. 19.00 verður lokahóf hátíðarinnar, „Tapas og tónlist í Tjarnarborg“. Þar munu koma fram…

Elín í vinsælli hönnunarbók

„Inn­an­hús­arki­tekt­in­um El­ínu Þor­steins­dótt­ur, eða Ellu eins og hún er alltaf kölluð, brá held­ur bet­ur í brún þegar mynd­ir af íbúðahót­eli sem hún hannaði í Urðar­hvarfi í Kópa­vogi blöstu við henni á síðum hönn­un­ar­bók­ar eins stærsta hús­gagna­fram­leiðanda í Evr­ópu.“ Þetta segir á Mbl.is í dag. Sjá nánar þar. Mynd: Skjáskot af frétt Mbl.is. Texti: Mbl.is /…

Reimleikar í kirkjunni

Berjadagar halda áfram í Ólafsfirði. Í kvöld, föstudaginn 18. ágúst, verða kammertónleikar í Ólafsfjarðarkirkju. Þeir bera yfirskriftina „Reimleikar“ og hefjast kl. 20.00. Tveir ungir og upprennandi tónlistarmenn, þau Hulda Jónsdóttir fiðluleikari og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari, leiða þar saman hesta sína í stórkostlegum verkum: Fluttar verða tvær franskar fiðlusónötur eftir þá meistara Francis Poulenc og…

Þriðji grjótkrabbinn

Eins og greint var frá hér 8. þessa mánaðar náðist grjótkrabbi við Óskarsbryggju/Öldubrjótinn og var talið að hann væri númer tvö í röð þeirra sem komið hafa á land í Siglufirði. Þegar veiðigarparnir fóru að skoða myndir í síma eins þeirra kom í ljós, að einn grjótkrabbi til hafði náðst í millitíðinni, að áliti Halldórs…

Opnunartónleikar Berjadaga

Berjadagar eru að hefjast. Á opnunartónleikum í Ólafsfjarðarkirkju kl. 20.00 í kvöld, sem bera yfirskriftina „Líttu sérhvert sólarlag“, munu koma fram Hlöðver Sigurðsson tenór, Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór, Elfa Dröfn Stefánsdóttir mezzósópran og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari. Fluttir verða dúettar og dægurlög í bland við aríur. Verk eftir t.d. Bjarna Þorsteinsson, Sigfús Halldórsson, Ingibjörgu Þorbergs…

Við upphaf skólaárs

Öll börn eiga að geta hlakkað til að byrja í skóla. Við styðjum efnalitlar fjölskyldur í upphafi skólaárs og erum að safna núna. Í heimabankanum er valgreiðsla að upphæð 2.600 krónur en einnig er hægt að senda sms í símanúmerið 1900 og skrifa orðið Styrkur og þá gjaldfærast 1.300 krónur af næsta símreikningi. Sjá líka…

Með rætur í siglfirskum jarðvegi

Í Morgunblaðinu í dag, á bls. 12 og 13, og á Mbl.is er viðtal við þau hjónin Ullu Schjørr­ing og Helga Þór Steingrímsson og í prentútgáfunni við elstu dóttur þeirra líka. Helgi á ættir að rekja til Siglufjarðar, því faðir hans var Steingrímur Dalmann Sigurðsson (f. 1942, d. 2017), sem fæddist á Dalabæ í Úlfsdölum…

Harmonikkutónleikar á morgun

Ásta Soffía Þorgeirsdóttir frá Húsavík, Kristina Bjørdal Farstad frá Tennfjord í Noregi og Marius Berglund frá Moelv í Noregi hafa öll verið að læra saman á harmóníku í Norges musikkhøgskole. Þau halda ferna tónleika á Íslandi í sumar. Lagavalið á tónleikunum er mjög fjölbreytt og stiklað er á stóru. Þau munu spila sóló, dúó og…

Tvær landsvölur í heimsókn

Tvær myndarlegar landsvölur heimsóttu Siglufjörð í blíðviðrinu fyrr í dag og tylltu sér á þessa körfuboltagrind fyrir handan, nánar tiltekið á Árósi, á milli þess sem þær svifu um loftin blá og veiddu sér flugur í matinn. Heimkynni þessarar fuglategundar eru í Norður-Ameríku, Evrópu, Asíu og Norður-Afríku. Landsvölur eru árvissir flækingar á Íslandi og hafa…

Berjadagar í 19. sinn

Tónlistarhátíðin Berjadagar fer fram í Ólafsfirði 17.-19. ágúst. Á hverju kvöldi verða klassískir tónleikar og ýmsir viðburðir í boði á daginn. Dagskráin er fyrir alla aldurshópa og ókeypis aðgangur fyrir 18 ára og yngri. Opnunartónleikarnir „Líttu sérhvert sólarlag“ verða í Ólafsfjarðarkirkju á fimmtudagskvöldinu þar sem flutt verða þekkt ljóð og aríur. Á föstudagskvöldinu verða kammertónleikarnar…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is