Fréttir

Súkkulaðikaffihúsið eins árs

Súkkulaðikaffihúsið hennar Fríðu verður eins árs á morgun. Það var opnað 25. júní 2016 og hefur slegið rækilega í gegn og það svo, að ráðist var í að stækka það í byrjun þessa árs; því var lokið fyrir páskana síðustu. Í tilefni dagsins væri við hæfi að líta inn þar á morgun og heilsa upp…

Líney elst á landsmóti

Líney Bogadóttir frá Siglufirði er elsti þátttakandinn á „Landsmóti UMFÍ 50+“ en það er haldið í Hveragerði um helgina. Frá þessu er sagt á Facebook-síðu Ungmennafélags Íslands. Líney er 94 ára og hálfu ári betur. Systir hennar varð 97 ára og bróðir 94 ára en systkinin, sem kennd voru við Minni-Þverá í Fljótum, voru alls…

Fleiri orðuhafar

Í fyrradag var birt hér skrá um handhafa Hinnar íslensku fálkaorðu sem áttu heima á Siglufirði þegar þeir fengu viðurkenninguna. Óskað hefur verið eftir lengri skrá þar sem burtfluttum Siglfirðingum er bætt við. Sjálfsagt er að verða við því, með þeim fyrirvara að líklegt er að nýja skráin sé ekki tæmandi. Þess vegna eru vel…

Kvikmyndasýning í Gránu

Á laugardaginn kemur verður kvikmyndin Viljans merki, frá árinu 1954, sýnd í Gránu, bræðsluhúsi Síldarminjasafnsins. Myndin er almenn kynningarmynd um Ísland, menningu og þjóð, og í lok hennar er komið til Siglufjarðar þar sem ljómi síldarævintýrisins blasir við. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Auglýsing og texti: Aðsent.

Róbert sá tólfti

Eftir því sem næst verður komist hafa tólf Siglfirðingar fengið riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu síðan fyrst var farið að veita orðuna árið 1921. Þetta eru tíu karlar og tvær konur. Sá fyrsti var séra Bjarni Þorsteinsson og Róbert Guðfinnsson er sá tólfti, en hann fékk orðuna við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 17. júní síðastliðinn. Fleiri…

Málþing um sjókvíaeldi

Fjallabyggð stendur fyrir málþingi um sjókvíaeldi föstudaginn 30. júní næstkomandi, frá kl. 13.00 til 17.00. Málþingið verður haldið í Tjarnarborg í Ólafsfirði. Umræðuefni þess verða: Efling dreifðra byggða Þjóðhagsleg hagkvæmni Umhverfismál Fundarstjóri verður Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri. Sjá nánar á meðfylgjandi plakati. Mynd: Fengin af Netinu. Plakat: Aðsent. Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Málað í blíðunni

Guðshús þurfa líka hressingar við, eins og aðrir bústaðir hér á Jörð. Í nýliðinni viku voru þessir iðnaðarmenn að mála um 30 metra háan turn Siglufjarðarkirkju, sem var farinn að láta verulega á sjá, og nutu við það aðstoðar einnar af bifreiðum Slökkviliðs Fjallabyggðar og með Ámunda Gunnarsson nærri. Kirkjan fagnar 85 ára afmæli í…

Róbert sæmdur fálkaorðunni

For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, sæmdi í dag fjór­tán Íslend­inga heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu. Þar á meðal var Róbert Guðfinnsson, sem fékk ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu heima­byggðar. Þetta má lesa á vefsíðu forsetaembættisins. Sjá líka hér og hér. Siglfirðingur.is óskar Róberti og fjölskyldu hans innilega til hamingju. Mynd: Af Mbl.is. Texti: Sigurður Ægisson |…

Kveðið úr kirkjuturni

Í dag hófst flutningur íslenskra þjóðlaga úr turni Siglufjarðarkirkju. Tekinn er upp sami háttur og í fyrrasumar þegar spilaðar voru tvisvar á dag upptökur af söng félaga úr Kvæðamannafélaginu Rímu í Fjallabyggð. Sá flutningur mæltist vel fyrir meðal margra og skýr hvatning kom fram um að þessu yrði haldið áfram nú í sumar. Sjónarmiðið er…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is