Fréttir

Hjónavígsla og skírn

Laugardaginn 5. maí síðastliðinn voru hjónavígsla og skírn í Siglufjarðarkirkju. Gefin voru saman Kári Arnar Kárason og Kristín Inga Þrastardóttir. Þau búa að Rauðavaði 5 í Reykjavík. Svaramenn voru Ragnar Þór Kárason og Þröstur Ingólfsson. Jafnframt var sonur þeirra færður til skírnar. Hann fékk nafnið Þröstur Leó. Hann á tvær eldri systur, Söru Björk, 8…

Fasteignagjöld í Fjallabyggð

Ágætu íbúar Fjallabyggðar. Í Fjallabyggð er gott að búa og vera eins og við öll vitum. Hér er gott mannlíf og fallegt umhverfi, svo mjög að leitun er að öðru sambærilegu. Oft hefur verið talað um ójafnræði á milli höfuðborgarsvæðisins og dreifðari og fámennari byggða og stundum er litið á það sem helsta verkefni sveitarstjórnarmanna…

Skemmtiferðaskipin farin að koma

Skemmtiferðaskipin eru farin að koma til Siglufjarðar þetta árið. Það fyrsta birtist 10. maí. Í morgun, skömmu fyrir kl. 08.00, lagði Ocean Diamond að bryggju og var rétt í þessu, um kl. 12.00 á hádegi, að sigla út fjörðinn. Sjá nánar hér. Mynd og texti: Sigurður Ægisson| sae@sae.is.

Vepja í snöggri heimsókn

Vepjan á myndinni hér fyrir ofan heimsótti Siglufjörð ekki alls fyrir löngu, var hér í nokkra daga en hélt svo á braut. Um tegundina segir á heimasíðu Náttúrufræðistofu Kópavogs: „Vepjur eru flækingar á Íslandi og koma hingað ár hvert. Þær eru mjög algengar um alla Evrópu og austur eftir Asíu. Varp vepja hefur verið staðfest…

Sex viðtöl á N4

Sex ný viðtöl úr Siglufirði, birt 18. þessa mánaðar, er nú að finna á N4. Viðmælendur eru Anita Elefsen, Anna Hulda Júlíusdóttir, Gunnar Birgisson, Júlíus og Tryggvi Þorvaldssynir, Sturlaugur Kristjánsson og Þórarinn Hannesson. Mynd: Skjáskot af N4. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Tíu prósenta fjölgun á næstu árum

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir að íbúum sveitarfélagsins gæti fjölgað um allt að tíu prósent á næstu árum meðal annars út af aukinni fjárfestingu í ferðaþjónustu. Vísir.is greinir frá þessu í dag. Sjá þar. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Fermingarbörn dagsins

Í morgun kl. 11.00 var ferming í Siglufjarðarkirkju. Þau sem fermdust voru: Amalía Þórarinsdóttir,
 Andri Snær Elefsen
, Anna Brynja Agnarsdóttir, Aron Fannar Hilmarsson, Dómhildur Ýr Iansdóttir Gray, Hafsteinn Úlfar Karlsson, Halldóra Helga Sindradóttir, Jón Grétar Guðjónsson
, Margrét Brynja Hlöðversdóttir, Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir, Mikael Sigurðsson og Ómar Geir Ísfjörð Lísuson. Flest útskrifuðust þau úr leikskólanum…

Hjónavígsla í Siglufjarðarkirkju

Í morgun kl. 09.00 gengu í hjónaband í Siglufjarðarkirkju þau Gunnar Smári Helgason og Kristín Sigurjónsdóttir. Svaramenn voru Ægir Bergsson og Brynja Baldursdóttir. Siglfirðingur.is óskar hinum nývígðu hjónum innilega til hamingju með daginn. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

1818, 1918, 1968 og 2018

Hinn 20. maí árið 1818 samþykkti Friðrik konungur sjötti tilskipun um, að Siglufjörður í Eyjafjarðarsýslu skyldi vera löggiltur verslunarstaður. Þá voru í Hvanneyrarhreppi 161 íbúi. Nákvæmlega 100 árum síðar, eftir langa baráttu og stranga, var tilkynnt, að Alþingi hefði samþykkt að veita Siglufirði kaupstaðarréttindi. Þá voru hér, að því er sagði í blaðinu Fram, „sem…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is