Fréttir

Úr myrkrinu í ljósið 2017

Fréttatilkynning ,,Úr myrkrinu í ljósið 2017“ Gengið í Reykjavík og á Akureyri til að minnast þeirra sem tekið hafa líf sitt og til að gefa von. Gangan „Úr myrkri í ljósið“ eða „Dark­ness into Lig­ht“ sem er á vegum samtakanna Pieta Ísland verður farin aðfaranótt laugardagsins 6. maí næst­kom­andi til að minnast þeirra sem tekið…

Tónlistarkennara vantar

Tónlistarskólinn á Tröllaskaga auglýsir eftir tónlistarkennara. Um er að ræða 50% stöðugildi frá og með 1. ágúst sem felst í söngkennslu á yngra stigi með starfstöð í Dalvíkurbyggð. Gott væri ef umsækjandi hefði leikni í að spila á píanó eða önnur undirleikshljóðfæri. Umsækjandi þarf að hafa hreint sakavottorð og skal það fylgja umsókninni. Allar umsóknir…

Nemendur og kennarar úr MA í heimsókn

Í morgun komu nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri ásamt nokkrum kennurum sínum, þar á meðal Sverri Páli Erlendssyni, í reglubundna heimsókn til Siglufjarðar og litu í kringum sig á fyrirfram ákveðnum stöðum, þ.e.a.s. í húsum Síldarminjasafnsins (Bátahúsinu, Gránu og Roaldsbrakka), á Þjóðlagasetrinu og í Siglufjarðarkirkju. Var þarna um að ræða námsferð 1. bekkjar. Safnaðarheimilið hefur…

Samfélags- og menningarsjóður Siglufjarðar

Samfélags- og menningarsjóður Siglufjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til samfélags- og / eða menningarmála á Siglufirði. Sjóðurinn hefur til ráðstöfunar um 30 milljónir króna sem munu greiðast út á allt að 8 árum. Úthlutunarreglur: Stjórn sjóðsins mun veita styrki til samfélags- og/eða menningarmála á Siglufirði. Umsækjendur skulu vera lögráða einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki eða stofnanir…

Fundur í Tjarnarborg á morgun

Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar boðar til opins fundar í Tjarnarborg miðvikudaginn 26. apríl (á morgun) kl. 18.00. Efni fundarins: Lausnamiðuð umræða um fræðslustefnu og aðgerðaráætlun Fjallabyggðar. Vonumst til að sjá sem flesta. Fyrir hönd stjórnar, Hugborg Inga Harðardóttir Mynd: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is. Texti: Aðsendur.

Ársreikningur Fjallabyggðar 2016

Ársreikningur Fjallabyggðar 2016 var lagður fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í dag, 21. apríl 2017. Rekstrarniðurstaða Bæjarsjóðs var jákvæð um 199 milljónir króna. Sjá nánar í meðfylgjandi skjali. Mynd: Úr safni. Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Skjal: Aðsent.

Landsmót kvæðamanna 2017

Landsmót kvæðamanna 2017 verður haldið í Fjallabyggð nú um helgina og hefst í kvöld með tónleikum á Rauðku. Sjá nánar hér. Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is (úr safni). Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Richard Andersson NOR

Í kvöld, föstudaginn 21. apríl, kl. 21.00, mun djasstríó „Richard Andersson NOR“ vera með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sveitina skipa Richard Andersson, bassi, Óskar Guðjónsson, saxófónn og Matthías Hemstock, trommur. Árið 2013 flutti danski bassaleikarinn og tónskáldið Richard Andersson til Íslands til að kynna sér menningu og tónlistarsenu landsins. Hann tengdist fljótlega öðru tónlistarfólki…

Leitin að Gústa

Eyfirski safnadagurinn verður haldinn á morgun, 20. apríl, sumardaginn fyrsta, og að þessu sinni er yfirskrift dagsins bækur. Í tilefni dagsins mun ég kynna og lesa valda kafla úr væntanlegri bók um Gústa Guðsmann sem ég hef unnið að í 15 ár. Kynningin fer fram í Bátahúsinu og hefst kl. 14.00. Að henni lokinni er gestum…

Siglfirðingur.is búinn að vera úti

Siglfirðingur.is hefur verið í láginni undanfarna daga vegna staðbundinnar bilunar í hugbúnaði vefþjóns, sem erfitt reyndist að finna. Ekki var því hægt að komast inn í kerfið til að setja inn nýjar fréttir en annað virtist keyra eðlilega. Nú hefur málið verið leyst farsællega. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is