Fréttir

Páll Baldvin kynnir Síldarárin

Á morgun, laugardaginn 7. desember, kynnir Páll Baldvin Baldvinsson nýútkomna bók sína Síldarárin 1867-1969 í Bátahúsi Síldarminjasafnsins. Kynningin hefst kl. 11:00. Í bókinni er magnaðri og mikilvægri sögu síldaráranna gerð skil í margradda frásögn síldarstúlkna og spekúlanta, aflakónga og ævintýramanna. Auk þess prýða verkið á annað þúsund ljósmyndir sem flestar koma nú fyrir almenningssjónir í…

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2020

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt að útnefna Elías Þorvaldsson sem Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2020. Útnefningin fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg fimmtudaginn 23. janúar 2020 kl. 18.00. Við sama tilefni verða afhentir styrkir til menningarmála fyrir árið 2020. Þetta má lesa í fréttatilkynningu sem var að berast. Áfram segir þar: „Elías Þorvaldsson er Siglfirðingur fæddur 24….

98,7% safngesta ánægð

Á sumarmánuðum var gerð könnun meðal ferðamanna sem heimsóttu söfn, setur eða sýningar á Norðurlandi. Könnunin var unnin af Rannsóknarmiðstöð ferðamála að beiðni Markaðsstofu Norðurlands og er hún hluti af greiningu á möguleikum í sögutengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi. Almennt var niðurstaða könnunarinnar afar góð fyrir söfn og var Síldarminjasafnið þar engin undantekining. 98,7% svarenda sögðust…

Hæsti hitinn í Héðinsfirði?

Hitinn komst upp í 16,9 stig í Héðinsfirði kl. 22 í kvöld og í 16,7 stig á Siglufirði, samkvæmt mælingum sem eru birtar á vef Veðurstofu Íslands. Að vísu kemur þar fram að 19,7 stig hafi verið á Kvískerjum í Öræfum en sú mæling er dregin í efa í frétt Mbl.is (sjá hér). Mesti hiti…

Grjóthrun á Siglufjarðarvegi

Varað er við grjóthruni á Siglufjarðarvegi frá Mánárskriðum og norður fyrir Strákagöng. Þar er mjög hvasst, yfir 30 metrar á sekúndu í hviðum. Þetta má lesa á heimasíðu Vegagerðarinnar. Mynd: Úr safni. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Aðventan er byrjuð

Aðventan er byrjuð. Um þessa helgi fara margir að undirbúa komu jólanna, baka, skreyta og huga að gjöfum og reyna jafnframt að njóta þessara daga við kertaljós og ljúfa tóna, ef færi gefast. Það kemur svo hljóðlega, kirkjuárið, ekki með látum eins og hið borgaralega, almanaksárið. En samt, og kannski beinlínis vegna þessa, eru hinir…

Hátíðarkirkjuskóli á morgun

Á morgun, 1. sunnudag í aðventu, 1. desember, kl. 14.00, verður hátíðarkirkjuskóli í Siglufjarðarkirkju. Ronja og ræningjarnir sjá um tónlistina og mikil köku- og tertuveisla verður í safnaðarheimilinu á eftir. Kl. 16.00 verður svo kveikt á jólatrénu á Ráðhússtorgi. Sjá um það og fleira í aðventu- og jóladagatali Fjallabyggðar. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður…

Bæjarstjóri lætur af störfum

Gunn­ar Ingi Birg­is­son, bæj­ar­stjóri í Fjalla­byggð, læt­ur af störf­um á morg­un, 1. des­em­ber. Hann tók við starfi bæj­ar­stjóra Fjalla­byggðar 29. janú­ar 2015. Í viðtali, sem Guðni Einarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, tók við hann og sem birtist þar í dag segir m.a. eftirfarandi: „Það stóð aldrei til að ég yrði út þetta kjör­tíma­bil. Svo fær­ist ald­ur­inn…

Gústi á siglingu

Félag íslenskra bókaútgefenda hefur birt sölulista íslenskra bóka fyrir tímabilið 1.-24. nóvember. Bókin um Gústa guðsmann er þar í 4. sæti í flokknum ævisögur. Listinn er tekinn saman á mánaðarfresti en síðustu vikurnar fyrir jól er hann birtur vikulega. Hann er byggður á upplýsingum frá 70 bóksölum, net- og dagdagvöruverslunum sem selja bækur og eru…

Ljósakrossar

Félagar í Björgunarsveitinni Strákum byrja að tengja ljósakrossana í gamla og nýja kirkjugarði í kvöld, fimmtudaginn 28. nóvember. Miðar fyrir tengigjaldi verða seldir í SR-Byggingavörum og þeir sem eru með krossa í fóstri hjá björgunarsveitinni fá sendan greiðsluseðil fyrir árgjaldi. Í ár verður sú breyting gerð að eingöngu verða notaðar LED perur í krossana. Þeir sem…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is