Fréttir

Stiklur

Kristján Jóhannsson opnar myndlistarsýningu á sunnudag, 21. júlí, kl. 14.00, í söluturninum við Aðalgötuna á Siglufirði. Hún ber yfirskriftina Stiklur og sýnir hann þar myndskreytingar og málverk, en eins og margir vita átti Kristján marga íslenska bókarkápuna hér á árum áður, hverja annarri glæsilegri, við texta vinsælustu spennusagnahöfunda þess tíma, s.s. Desmond Bagley, Duncan Kyle…

Smíðavellir fyrir 7-12 ára börn

Fjallabyggð verður með opna smíðavelli á Siglufirði og í Ólafsfirði frá 15. júlí til 1. ágúst, fyrir börn fædd á árunum 2007–2012. Þeir verða opnir þrisvar í viku – mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga, frá kl. 10.00-12.00, nema síðustu vikuna, þá í fjóra daga, frá mánudegi til fimmtudags. Fimmtudaginn 1. ágúst verður boðið upp á grill…

Ljósmyndasýning í Ráðhúsinu

Sigurður Örn Baldvinsson og Kýrauga opna ljósmyndasýningu í Ráðhúsi Fjallabyggðar, 2. hæð, á laugardaginn kemur, 20. júlí, kl. 13.00. Sýningunni lýkur kl. 17.00 á þriðjudag. Mynd: Sigurður Örn Baldvinsson. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Síðasta sýningarvika

Mjög góð aðsókn hefur verið á sýningu Örlygs Kristfinnssonar í Söluturninum við Aðalgötu. Um 850 manns hafa skoðað Lundabúðina en það er heitið á þeim 70 verkum sem eru þar til sýnis. Öll eru þau unnin með vatnslitum á pappír og fjörusprek. Sýningunni lýkur um miðjan laugardag næstkomandi en þá samdægurs opnar Kristján Jóhannsson sýningu…

Lúsmýið skæðast í Reykjavík

Um 14% full­orðinna Íslend­inga telja sig hafa verið bitin af lús­mýi á Íslandi í sum­ar sam­kvæmt þjóðar­púlsi Gallup. Mbl.is greinir frá þessu í dag. Þar segir aukinheldur: „Tæp­lega tvö­falt fleiri íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins en lands­byggðar­inn­ar telja sig hafa verið bitna af lús­mýi í sum­ar, eða tæp­lega 17% Reyk­vík­inga á móti rúm­lega 9% íbú­um lands­byggðar­inn­ar. Þegar bú­seta…

Afhendingu Gests frestað

Á þriðjudag, 9. júlí síðast liðinn, stóð til að Njörður Jóhannsson þúsundþjalasmiður á Siglufirði myndi afhenda Fjallasölum ses líkan sitt af Gesti, fyrsta þilskipi Ólafsfirðinga og átti athöfnin að fara fram í Pálshúsi. Á sama tíma hugðist Njörður opna þar sýningu af vetrar- og vorskipum Fljótamanna, og átti hún að standa fram að helgi. Var…

Maddý selur gömludagadót

Maddý Þórðar flutti til Noregs fyrir þremur og hálfu ári og nýtur sín þar vel. Hún er þessa dagana í heimsókn á Siglufirði og hefur verið að fara í gegnum dót af ýmsu tagi, sem safnast hefur upp hjá henni í gegnum tíðina, eins og víðar. Gömludagadót, kallaði eitt barn það, sem er hið ágætasta…

Vítaspyrnukeppni Mumma

Hin árlega Vítaspyrnukeppni Mumma verður á sunnudaginn kemur, 14. júlí, á sparkvellinum á Siglufirði, og mun þetta vera í 25. sinn sem hún er haldin. Keppnin hefst kl. 13.00 og er fyrir alla krakka, 12 ára og yngri. Sjá líka hér. Mynd (úr safni): Sigurður Ægisson │ sae@sae.is. Texti: Aðsendur.

Albatros í heimsókn

Skemmtiferðaskipið Albatros er í heimsókn þessa stundina, liggur við akkeri á miðjum firðinum til klukkan 18.00 í dag. Farþegar, sem eru þýskir, eru fluttir að bryggju í léttbátum og hafa verið duglegir við að skoða bæinn, heimsækja söfn, setur, kaffihús og veitingastaði. Anita Elefsen safnstjóri Síldarminjasafnsins mun enda hafa farið um borð með fyrsta bát…

Ný og fersk veisluþjónusta

Nomy er ný og fersk veisluþjónusta, staðsett í glæsilegu eldhúsi að Hjallabrekku 2 í Kópavogi. Þeir sem standa að Nomy eru allir metnaðarfullir matreiðslumeistarar og hafa verið fyrirferðarmiklir á bestu veitingahúsum Reykjavíkur í gegnum tíðina. Eigendur eru Bjarni Siguróli Jakobsson, Fannar Vernharðsson og Jóhannes Steinn Jóhannesson en þeir hafa yfirgripsmikla reynslu á matreiðslusviðinu þegar kemur…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is