Fréttir

Demanturinn upp af Sigló

Í Fréttablaðinu í dag segja Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og Ólafur Már Björnsson augnlæknir frá Móskógahnjúk upp af Skútudal, yfir sig hrifnir. Greinina má nálgast hér. Mynd: Skjáskot úr Fréttablaðinu. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Tíðindi af veðri

Hvellurinn í gær, nótt og morgun var æði mikill í Siglufirði og á Facebook-síðu Björgunarsveitarinnar Stráka má lesa, að í nægu hafi verið að snúast. Hættustigi vegna snjóflóða í Ólafsfjarðarmúla var lýst yfir kl. 18.30 í dag, svo að þar er nú lokað, og einnig Siglufjarðarvegur. Athygli hefur vakið, að undanfarna daga hefur ekki verið…

Erfiðir mánuðir

Síðustu tveir mánuðir rúmir hafa verið erfiðir þeim sem búa yst á norðanverðum Tröllaskaga, þeir hvorki komist lönd né strönd langtímum saman, og eru íbúarnir nú teknir að velta því fyrir sér hversu oft vegirnir til og frá Siglufirði hafi eiginlega verið lokaðir á því tímabili. Siglfirðingur.is ákvað í morgun að senda fyrirspurn þessa efni…

Allt skólahald fellur niður

Vegna spár um ofsaveður á öllu landinu næsta sólarhring og óvissustigs almannavarna sem lýst hefur verið yfir á öllu landinu hefur Vettvangsstjórn Fjallabyggðar tekið þá ákvörðun að allt skólahald í Fjallabyggð falli niður á morgun, föstudaginn 14. febrúar 2020. Það gildir um leikskólastarf, grunnskólastarf og starf Tónlistarskólans á Tröllaskaga í Fjallabyggð. Þessar stofnanir verða því…

Ráðgerir víðtækar lokanir

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Vegagerðin hafa lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið vegna óveðursins í nótt og á morgun. Spáð er aftakaveðri. Vegagerðin ráðgerir víðtækar lokanir á vegum strax upp úr miðnætti. Mynd: Windy.com. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Rauðgul viðvörun

Rauðgul viðvörun hefur verið gefnin út fyrir allt landið vegna mikils óveðurs sem er væntanlegt snemma í fyrramálið. Fyrir Norðurland vestra tekur hún gildi snemma í fyrramálið og verður í gildi fram undir miðnætti. Spáin er svofelld fyrir umræddan landshluta: „Austan stormur eða rok með vindhraða á bilinu 20-30 m/s., hvassast á fjallvegum. Búast má…

Lokað

Vegurinn frá Ketilási til Siglufjarðar er lokaður vegna snjóflóðahættu og eins er með Ólafsfjarðarmúla, þar sem hættustigi var lýst yfir í morgun kl. 07.25. Upp úr miðnætti í gær þurfti að kalla til björgunarsveitarmenn frá Dalvík til vegna ökumanns sem hafði fest bifreið sína á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Mynd: Vegagerðin. Texti: Sigurður Ægisson │…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]