Fréttir

Kristín Birgitta nýr hótelstjóri

Kristín Birgitta Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem nýr hótelstjóri á lúxushótelinu Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði. Deplar Farm er rekið af bandaríska fyrirtækinu Eleven Experience. Kristín Birgitta hefur víðtæka reynslu úr ferðaþjónustu og hefur meðal annars starfað hjá Icelandair og Icelandair Hotels. Þá var hún sölu- og markaðsstjóri á lúxushótelinu Tower Suites Reykjavík en…

Elmar Elís Arnarsson

Elmar Elís Arnarsson var færður til skírnar í Siglufjarðarkirkju í dag. Hann fæddist í Reykjavík 7. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Hulda Sigrún Sigurðardóttir og Arnar Freyr Þrastarson, Laufengi 27 í Reykjavík. Skírnarvottar voru Sólrún Elín Rögnvaldsdóttir og Guðfinna Skarphéðinsdóttir. Siglfirðingur.is óskar fjölskyldunni innilega til hamingju. Myndir og texti: Sigurður Ægisson| sae@sae.is.

Helgihald í vetur

Í næstu viku verður borin í hús dagskrá yfir helgihald í Siglufjarðarprestakalli í vetur, sem prentuð hefur verið á sérstakt kort sem fólk er beðið um að geyma, því athafnir verða eftirleiðis ekki auglýstar sérstaklega í prentmiðlum, nema endrum og sinnum, s.s. á aðventu og fyrir páska og fermingu. Auglýsingar verða jafnframt hengdar upp í…

Gönguferð að Evanger

Í tilefni evrópsku menningarminjadaganna 2017 býður Minjastofnun Íslands upp á fjölbreytta viðburði víða um land 7.-14. október. Í ár er þemað „Minjar og náttúra“. Allir viðburðirnir eru í höndum fyrirmyndaraðila sem starfa með menningarminjar og mun Örlygur Kristfinnsson leiða göngu um minjasvæði Evangerverksmiðjunnar á Siglufirði á morgun, laugardag. Lagt verður af stað kl. 13.00 frá…

Áframhaldandi vatnavextir

Minni úrkoma hefur verið í Siglufirði síðustu nótt og dag heldur en spáð var, en aftur töluvert meiri í Héðinsfirði og Ólafsfirði. Áfram rignir á annesjum á Norðurlandi og má því búast við áframhaldandi vatnavöxtum á svæðinu með aukinni flóða- og skriðuhættu, að því er lesa má á vef Veðurstofunnar. Heldur dregur úr úrkomu þegar…

Ánægjuleg heimsókn

Í gær komu nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri ásamt nokkrum kennurum sínum, þar á meðal Sverri Páli Erlendssyni, í reglubundna heimsókn til Siglufjarðar og litu í kringum sig á fyrirfram ákveðnum stöðum, þ.e.a.s. í húsum Síldarminjasafnsins, á Þjóðlagasetrinu og í Siglufjarðarkirkju. Var þarna um að ræða námsferð 1. bekkjar. Alltaf er jafn ánægjulegt að sjá…

Mikil rigning í kvöld og nótt

Í kvöld og nótt, 11.-12. október, er spáð talsverðri og jafnvel mikilli rigningu á Ströndum, norðanverðum Tröllaskaga og austur á Skjálfanda. Því má búast við vatnavöxtum í ám á svæðinu, þar með talið í Hvanneyrará á Siglufirði. Þá eru auknar líkur á skriðuföllum á svæðinu. Þetta segir á vef Veðurstofu Íslands. Sjá nánar þar. Mynd:…

Auglýst eftir aukaleikurum

Siglfirðingur.is var beðinn um að koma á framfæri eftirfarandi tilkynningu: Kæru íbúar. Nú fara tökur að hefjast á Ófærð 2 og verðum við í tökum frá 13. október til 28. október á Siglufirði. Við erum að leita eftir aukaleikurum á öllum aldri og öllum stærðum til að vera með okkur í tökum yfir þetta tímabil….

Ný húsaskilti

Fyrir skömmu gaf Ytrahúsið-áhugamannafélag nokkrum húsum í miðbæ Siglufjarðar vönduð, emaleruð nafnskilti. Um er að ræða söguleg hús í miðbænum sem hafa notið verulegra endurbóta og viðhalds á undanförnum árum. Við afhjúpun skiltanna var nokkur hópur fólks saman kominn og að því loknu bauð Aðalbakarí upp á kaffi og kökur. Ytrahúsið-áhugamannafélag hefur einnig styrkt önnur…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is