Almennt

Úthlutað úr SMS

Stjórn Samfélags- og menningarsjóðs Siglufjarðar, en í henni sitja Oddgeir Reynisson, formaður, Jón Hrólfur Baldursson og Sigurður Friðfinnur Hauksson, hefur tekið ákvörðun um úthlutun á 25 styrkjum þetta árið sem hljóða upp á samtals  6.570.000 kr. Neðangreindir aðilar hlutu styrk: Mynd: Tom Brechet. Birt með leyfi. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Stefnuskrá I-listans birt

Stefnuskrá I-lista fyrir sveitastjórnarkosningarnar í Fjallabyggð 2018 hefur verið send fjölmiðlum. Hana má nálgast hér. Myndefni: Aðsent. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Ólafía Þórunn íþróttamaður ársins

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, var 28. desember síðastliðinn kosin íþróttamaður ársins 2017. Hún er af siglfirskum ættum. Foreldrar hennar eru Kristinn Jósep Gíslason og Elísabet María Erlendsdóttir. Elísabet er fædd á Siglufirði í desember 1955, níunda í röðinni af ellefu börnum Erlendar Þórarinssonar (Ella Gústa) og Sigrúnar Jónu Jensdóttur, en þau dóu bæði í nóvember…

Litla ljóðahátíðin

Föstudaginn næsta, 25. ágúst kl. 20.00, kemur Litla ljóðahátíðin í heimsókn í Alþýðuhúsið á Siglufirði. Hér er um að ræða ljóðakvöld þar sem nokkur fremstu skáld þjóðarinnar koma fram í einstöku andrúmslofti Alþýðuhússins. Þetta eru: Þórunn Jarla Valdimarsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir, Kristín Ómarsdóttir og Lommi. Sérstakur gestur verður Vilhjálmur B. Bragason. Myndir og texti: Aðsent.

Fólkið á Sigló – ljósmyndabók

Í fyrri hluta apríl hyggst Björn Valdimarsson gefa út í takmörkuðu upplagi bók með 128 ljósmyndum af fólki sem hefur búið á Siglufirði eða tengst bænum með einhverjum hætti. Hún verður 25 x 20 cm, prentuð í lit og myndirnar voru teknar á árunum 2011 til 2017. Bókin verður fyrst og fremst seld í forsölu…

Miðarnir hans Gústa

Ágætu lesendur. Allt frá árinu 2002 hef ég verið að rannsaka sögu Gústa Guðsmanns, sem fæddist í Dýrafirði 1897 en flutti til Siglufjarðar árið 1929 og bjó hér nokkurn veginn samfellt til 1985. Ég hef viðað að mér miklu efni, í formi segulbandsviðtala og annars, og hyggst ljúka skrifum á komandi vori. Eitt af því…

Jólatónleikar TáT

Jólatónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskaga verða í Siglufjarðarkirkju á morgun, þriðjudaginn 13. desember, kl. 17.00, og í Tjarnarborg í Ólafsfirði á miðvikudag, 14. desember, kl. 17.00. Sjá nánar meðfylgjandi auglýsingu. Mynd: Fengin af Netinu. Auglýsing og texti: Aðsent.

Ari­on banki þarf að taka sig á

„Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir að Ari­on banki þurfi að taka sig á varðandi áhersl­ur í rekstri, en vísaði hann þar til þeirra frétta að bank­inn hefði sagt upp 19 starfs­mönn­um á lands­byggðinni á sama tíma og boðaðar væru bón­us­greiðslur til yf­ir­manna. Und­ir dag­skrárliðnum störf þings­ins í dag ræddi Þor­steinn um þá stöðu sem er…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is