Almennt

Aðalfundur Siglfirðingafélagsins

Aðalfundur Siglfirðingafélagsins verður haldinn í Bústaðakirkju annað kvöld, 31. október, og hefst stundvíslega kl. 20.00. Sjá nánar á meðfylgjandi veggspjaldi. Mynd og veggspjald: Aðsent. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Bingó á fimmtudagskvöld

Systrafélag Siglufjarðarkirkju verður með bingó í safnaðarheimilinu á fimmtudag í næstu viku, 24. október, og hefst það kl. 19.30. Frábærir vinningar eru í boði hjá stúlkunum, eins og jafnan áður. Spjaldið er á 500 krónur. Veitingasala á staðnum. Mætum og styrkjum gott málefni. Mynd: Fengin af Netinu. Auglýsing: Aðsend. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Fegurð haustsins

Ragnar Ragnarsson, sjómaður og göngugarpur, hefur verið á fjöllum hér í kring undanfarið og tekið myndir af fegurðinni sem við hefur blasað alls staðar. Siglfirðingur.is fékk góðfúslegt leyfi hans til að birta nokkrar þeirra hér. Þær voru teknar 22., 23., 25. og 26. september. Sjón er sögu ríkari. Myndir: Ragnar Ragnarsson. Texti: Sigurður Ægisson |…

Fleiri siglfirskar afreksstúlkur

Þjálfarar U17 ára landsliðs kvenna í blaki hafa valið lokahópinn sem keppir í Köge í Danmörku í næstu viku. Þar á meðal er siglfirsk stúlka, Margrét Brynja Hlöðversdóttir, fædd 13. október 2004, en Anna Brynja, sem valin var í U15 ára í knattspyrnu á dögunum og er nýkomin heim frá Víetnam eftir sigurför þangað, og…

Grét þegar byrjaði að flæða

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Þórð og Huldu Andersen, Gunnar Smára Helgason og Hálfdán Sveinsson vegna vatnsskemmdanna sem urðu á húsum á Þormóðseyri á dögunum. Viðtalið má lesa hér fyrir neðan. Sjá líka hér. Meðfylgjandi eru líka myndir frá júní og júlí 2015, þegar unnið var að endurnýjun á fráveitukerfi bæjarins í Lækjargötu….

Alþýðuhúsið á fimmtudagskvöld

Fimmtudaginn 15. ágúst kl. 20.00 verða Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Húsið verður opnað kl. 19.45 og er tekið við frjálsum framlögum við innganginn. Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson ferðast nú um landið og fagna 20 ára vináttu og samspilsafmæli með tónleikum. Á túrnum heiðra þeir einnig minningu João…

Bríet Sóley

Í dag var Bríet Sóley Jónasdóttir færð til skírnar í Siglufjarðarkirkju. Hún fæddist á Akranesi 13. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Theodóra Sif Theodórsdóttir og Jónas Kristinn Guðbrandsson. Eldri dóttir þeirra er Indíana Sól, fædd árið 2014. Þær systur eiga tvo eldri bræður samfeðra, Daníel Inga og Guðbrand Kristin. Skírnarvottar í dag voru ömmurnar, Sólveig…

Hver tók myndirnar?

Í gegnum tíðina hefur undirritaður fengið sendar ótal myndir af Gústa guðsmanni, vegna bókarinnar um hann sem verið hefur í smíðum í næstum tvo áratugi en er væntanleg í september á þessu ári, og í sumum tilvikum hafa ekki fylgt með nöfn ljósmyndara eða eigenda. Í öðrum tilvikum hafa nöfn orðið viðskila við myndir, þegar…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is