Almennt

Lífið á Sigló

Siglfirðingafélagið og Vildarvinir Siglufjarðar hafa látið setja myndefni frá Ólafi Ragnarssyni við lag sem sumarið 2010 var tekið upp vegna Síldarævintýris. Höfundur þess er Gylfi Ægisson. Textann gerði undirritaður. Miðaldamenn sáu um undirleik og bakraddir og var sá partur tekinn upp í Shellhúsinu niðri á Eyri en söngur Ragnars Bjarnasonar í hljóðveri Vilhjálms Guðjónssonar í…

Ellý Þórveig

Ellý Þórveig var færð til skírnar í Siglufjarðarkirkju í gær. Hún fæddist á Akureyri 16. janúar síðastliðinn. Eldri systur hennar eru Ellen Daðey, fædd 5. júlí 2012, og Emma Hrólfdís, fædd 17. febrúar 2009. Foreldrar þeirra eru Ólöf Kristín Daníelsdóttir og Jón Hrólfur Baldursson að Hvanneyrarbraut 69 á Siglufirði. Guðfeðgin Ellýjar eru Málfríður Hannesdóttir og…

Munum eftir smáfuglunum

Það er kalt um allt land þessa dagana og snjór yfir öllu. Er fólk því eindregið hvatt til að gauka einhverju að smáfuglunum, þeir eiga erfitt með að finna sér eitthvað í gogginn í þessum jarðbönnum. Fyrir þresti og fleiri tegundir má setja út kramda og saxaða afganga af næstum öllum mat og séu tré…

Hlý­leik­inn í for­grunni

Elín Þorsteinsdóttir inn­an­húss­arki­tekt fékk það verk­efni að hanna hót­elið Skála­kot sem er við Hvolsvöll. Gam­aldags stíll ræður ríkj­um á hót­el­inu og er hlý­leik­inn í for­grunni. Áður en Elín hannaði Skála­kot hannaði hún veit­ingastaðinn Fáka­sel. Þegar eig­end­ur Skála­kots, Guðmund­ur og Jó­hanna, komu á þann veit­ingastað höfðu þau sam­band og báðu El­ínu að hanna fyr­ir sig hót­el.“…

Nanna þriðja elst

Nanna Franklínsdóttir á Siglufirði er nú í þriðja sæti yfir elstu Íslendingana, hún er 103 ára. Aðeins Dóra Ólafsdóttir í Reykjavík, 107 ára, og Lárus Sigfússon í Reykjavík, 104 ára, eru eldri. Frá þessu er sagt á Facebook-síðunni Langlífi. Bæði Nanna og Lárus eru ættuð af Ströndum. Nú eru 50 Íslendingar hundrað ára eða eldri….

Bingó á fimmtudagskvöld

Systrafélag Siglufjarðarkirkju verður með bingó í safnaðarheimilinu á fimmtudag í næstu viku, 24. október, og hefst það kl. 19.30. Frábærir vinningar eru í boði hjá stúlkunum, eins og jafnan áður. Spjaldið er á 500 krónur. Veitingasala á staðnum. Mætum og styrkjum gott málefni. Mynd: Fengin af Netinu. Auglýsing: Aðsend. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Fegurð haustsins

Ragnar Ragnarsson, sjómaður og göngugarpur, hefur verið á fjöllum hér í kring undanfarið og tekið myndir af fegurðinni sem við hefur blasað alls staðar. Siglfirðingur.is fékk góðfúslegt leyfi hans til að birta nokkrar þeirra hér. Þær voru teknar 22., 23., 25. og 26. september. Sjón er sögu ríkari. Myndir: Ragnar Ragnarsson. Texti: Sigurður Ægisson |…

Fleiri siglfirskar afreksstúlkur

Þjálfarar U17 ára landsliðs kvenna í blaki hafa valið lokahópinn sem keppir í Köge í Danmörku í næstu viku. Þar á meðal er siglfirsk stúlka, Margrét Brynja Hlöðversdóttir, fædd 13. október 2004, en Anna Brynja, sem valin var í U15 ára í knattspyrnu á dögunum og er nýkomin heim frá Víetnam eftir sigurför þangað, og…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]