Almennt

Hlý­leik­inn í for­grunni

Elín Þorsteinsdóttir inn­an­húss­arki­tekt fékk það verk­efni að hanna hót­elið Skála­kot sem er við Hvolsvöll. Gam­aldags stíll ræður ríkj­um á hót­el­inu og er hlý­leik­inn í for­grunni. Áður en Elín hannaði Skála­kot hannaði hún veit­ingastaðinn Fáka­sel. Þegar eig­end­ur Skála­kots, Guðmund­ur og Jó­hanna, komu á þann veit­ingastað höfðu þau sam­band og báðu El­ínu að hanna fyr­ir sig hót­el.“…

Nanna þriðja elst

Nanna Franklínsdóttir á Siglufirði er nú í þriðja sæti yfir elstu Íslendingana, hún er 103 ára. Aðeins Dóra Ólafsdóttir í Reykjavík, 107 ára, og Lárus Sigfússon í Reykjavík, 104 ára, eru eldri. Frá þessu er sagt á Facebook-síðunni Langlífi. Bæði Nanna og Lárus eru ættuð af Ströndum. Nú eru 50 Íslendingar hundrað ára eða eldri….

Bingó á fimmtudagskvöld

Systrafélag Siglufjarðarkirkju verður með bingó í safnaðarheimilinu á fimmtudag í næstu viku, 24. október, og hefst það kl. 19.30. Frábærir vinningar eru í boði hjá stúlkunum, eins og jafnan áður. Spjaldið er á 500 krónur. Veitingasala á staðnum. Mætum og styrkjum gott málefni. Mynd: Fengin af Netinu. Auglýsing: Aðsend. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Fegurð haustsins

Ragnar Ragnarsson, sjómaður og göngugarpur, hefur verið á fjöllum hér í kring undanfarið og tekið myndir af fegurðinni sem við hefur blasað alls staðar. Siglfirðingur.is fékk góðfúslegt leyfi hans til að birta nokkrar þeirra hér. Þær voru teknar 22., 23., 25. og 26. september. Sjón er sögu ríkari. Myndir: Ragnar Ragnarsson. Texti: Sigurður Ægisson |…

Fleiri siglfirskar afreksstúlkur

Þjálfarar U17 ára landsliðs kvenna í blaki hafa valið lokahópinn sem keppir í Köge í Danmörku í næstu viku. Þar á meðal er siglfirsk stúlka, Margrét Brynja Hlöðversdóttir, fædd 13. október 2004, en Anna Brynja, sem valin var í U15 ára í knattspyrnu á dögunum og er nýkomin heim frá Víetnam eftir sigurför þangað, og…

Grét þegar byrjaði að flæða

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Þórð og Huldu Andersen, Gunnar Smára Helgason og Hálfdán Sveinsson vegna vatnsskemmdanna sem urðu á húsum á Þormóðseyri á dögunum. Viðtalið má lesa hér fyrir neðan. Sjá líka hér. Meðfylgjandi eru líka myndir frá júní og júlí 2015, þegar unnið var að endurnýjun á fráveitukerfi bæjarins í Lækjargötu….

Alþýðuhúsið á fimmtudagskvöld

Fimmtudaginn 15. ágúst kl. 20.00 verða Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Húsið verður opnað kl. 19.45 og er tekið við frjálsum framlögum við innganginn. Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson ferðast nú um landið og fagna 20 ára vináttu og samspilsafmæli með tónleikum. Á túrnum heiðra þeir einnig minningu João…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]