Byggðu og skreyttu fimmtán piparkökuhús


Þeir nemendur sem eru í vali í matargerð og bakstri í 9. og 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar bjuggu nú á aðventunni til fimmtán piparkökuhús, hvert öðru glæsilegra, undir handleiðslu kennara síns, Þóru Hauksdóttur, og voru þau í kjölfarið – eins og verið hefur undanfarin ár – sett í dóm starfsmanna skólans, sem vógu þau og mátu á ýmsa lund.

Á Litlu jólum í efra skólahúsi nú rétt áðan voru úrslit svo kynnt. Um tvo flokka var að ræða. Fallegasta piparkökuhúsið þótti vera Hannes Boy Café (sjá mynd nr. 1 hér fyrir neðan), sem Bjarni Mark Duffield og Ægir Örn Arnarson gerðu, og frumlegasta piparkökuhúsið hringekja (nr. 12 hér fyrir neðan), en á bak við þá smíð eru Ástrún Anna Kolbeinsdóttir, Elsa Hrönn Auðunsdóttir og Salka Hlín Harðardóttir.

Siglfirðingur.is óskar þeim og öllum hinum nemendunum innilega til hamingju með þessi listaverk.

Húsin verða á næstu dögum til sýnis í glugga á KS-skrifstofu, á Torginu, í Ljóðasetrinu og í Sparisjóði Ólafsfjarðar.

Hér má sjá þau eitt af öðru í þeirri röð sem þau voru upphaflega kynnt, en myndirnar voru teknar 14. desember.

Nr. 1.

Nr. 2.


Nr. 3.


Nr. 4.


Nr. 5.


Nr. 6.


Nr. 7.


Nr. 8.


Nr. 9.


Nr. 10.


Nr. 11.


Nr. 12.


Nr. 13.


Nr. 14.


Nr. 15.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is