Búið að stinga í gegn


Á Vegagerdin.is kemur fram, að búið sé
að stinga í gegn um snjóflóðin á Siglufjarðarvegi, þannig að vegurinn
er orðinn fær en unnið er að útmokstri og fólk er því beðið að sýna
aðgát. Nokkur ofankoma er á Norðurlandi og hálka, hálkublettir eða
snjóþekja víðast hvar, en veðurspá hagstæð, hæg norðvestanátt og úrkomulítið, en austan 8-13 ms og dálítil snjómugga eða él á morgun. Frost 1 til 6 stig.

Sjá líka hér.


Mynd: Vegagerdin.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is