Búið að staðsetja hugsanlega vinnsluholu í Skarðsdal


Tilraunaborunum í Skarðsdal, þar sem verið er að leita að heitu vatni, lauk með jákvæðum árangri fyrir ekki svo ýkja löngu og þessa dagana undirbúa Jarðboranir hf. því næsta skref. Búið er að staðsetja hugsanlega vinnsluholu, sem á að vera 1000 m djúp og lóðrétt, og innan skamms verður keyrt þangað efni í plan undir þau tæki sem eru á leiðinni og nota þarf í verkið.

Borinn sjálfur er væntanlegur hingað annan mánudag, 23. ágúst.

Það er Rarik sem stendur fyrir þessu, enda ljóst að holurnar í Skútudal muni ekki duga einar og sér til að anna hér eftirspurn, en Íslenskar Orkurannsóknir (ÍSOR) eru aðalráðgjafi fyrirtækisins við verkefnið.

Borað verður þar sem rauðu hælarnir tveir eru.

Fyrir ofan og aðeins til hægri glyttir í Íþróttamiðstöðina Hól.

Hér er annað sjónarhorn.

Til glöggvunar er búið að setja rautt X inn á ljósmyndina þar sem fara á niður.


Starfsmaður Jarðborana hf. með teikningu af fyrirhuguðu vinnslusvæði.


Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is