Búið að opna veginn um Siglufjarðarskarð


Nú er víst búið að opna veginn um Siglufjarðarskarð, og það fyrir
nokkrum dögum. Er hann sagður fær jeppum og vel útbúnum fólksbílum.

Að fara þar um er óneitanlega sterk upplifun.

Það var samt ekki álitlegt að keyra upp eftir í kvöld, enda þoka niður í miðjar hlíðar.

Ástæða er til að biðja fólk um að aka varlega, hugsi það sér að breyta út af venjunni og sleppa því að fara göngin. Líka í góðu skyggni.

Þoka var niður í miðjar hlíðar í Skarðsdal í kvöld.

Mynd og texti:
Sigurður Ægisson
sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is