Bruninn á Siglufirði í gær


Eins og lesa má í ritstjórnarstefnu þessa fréttamiðils er hann tileinkaður lífinu í Siglufirði, fyrr og nú, einkum því sem er jákvætt, uppbyggjandi og gefandi. Undirritaður hafði því ekki ætlað sér að birta neinar myndir frá brunanum í gær, í norðurenda steinbyggingar sem í eina tíð var Frystihús SR, þótt til væru, en þar eð blessunarlega ekki urðu meiðsl á fólki og bjórversmiðjan varð ekki eldinum að bráð skal gerð hér undantekning, aðallega til að sýna hið frábæra slökkvilið okkar í aksjón. Að öðru leyti vísast á stóru fréttamiðlana um upphaf og framgang málsins og lok.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is