Brúðkaup – lokasýning


Rúmlega 1.000 manns hafa nú séð „Brúðkaup“, gamanleik sem saminn er af Guðmundi Ólafssyni og í hans leikstjórn, og yfirgefið menningarhúsið Tjarnarborg með hláturkrampa í maga og gleðitár á hvarmi.

Í kvöld, fimmtudaginn 20. nóvember, er 7. og síðasta sýning þessa magnaða gamanleiks og þar mun höfundurinn sjálfur taka sig til og stíga á svið með leikhópunum sem hinn óviðjafnanlegi séra Egill.

Ekki missa af þessu frábæra verki og tryggðu þér miða hjá Helenu í síma 845-3216.

Einnig eru ennþá nokkur eintök til af heimildarmyndinni „Samstaða“ og er unnt að kaupa hana á meðan sýningu stendur. Myndin fjallar um hina mögnuðu ferð Leikfélags Ólafsfjarðar og Leikfélags Siglufjarðar í Þjóðleikhúsið með verkið „Stöngin inn!“ sem valin var áhugaverðasta áhugaleiksýning leikársins 2012/2013. Einnig eru unnt að panta myndina í síma 845-3216.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is