Brrr


Svona leit fjörðurinn okkar út um hádegisbilið í dag, hvíti liturinn farinn að
nálgast byggðina meira en gerst hefur áður þetta haustið. Og spáin fram á
miðvikudag þessi fyrir Strandir og Norðurland vestra: Norðan 3-8 m/s,
lægir í nótt, en vestan 5-10 m/s í fyrramálið, skýjað með köflum og
úrkomulítið, hiti 0 til 4 stig yfir daginn en frost 0-6 stig í nótt. Og
fyrir Norðurland eystra: Norðvestan 5-10 m/s en vestan 5-13 á morgun,
hvassast V-til. Slydduél eða él. Hiti 0-4 stig en vægt frost inn til
landsins.

Enda fyrsti vetrardagur á laugardaginn kemur, 23. október.

Svosem ekki margt annað að frétta héðan.

Svona leit fjörðurinn út kl. 12.30 í dag.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is