Breyttur leikstaður og leiktími


?Vegna aðstæðna á knattspyrnuvellinum á Siglufirði neyðumst við til að
færa leikinn við Hugann í Bogann á Akureyri. Einnig breytist leiktíminn
en leikurinn mun hefjast kl. 16.30 á morgun, laugardag.? Þetta segir í
tilkynningu sem var að berast frá Óskari Þórðarsyni.

Og ennfremur:

?Félaginu þykir afar leitt að þurfa að taka þessa ákvörðun þar sem hún gefur stuðningsfólki okkar minni möguleika á að styðja við liðið ásamt því að kosta félagið fjárhagslega. En með hagsmuni vallarins til lengri tíma, knattspyrnunnar og leikmanna í huga urðum við að taka þessa ákvörðun.

Við vonumst að sjálfsögðu eftir sem flestum á völlinn. Þeir sem hafa nú þegar tryggt sér ársmiða og þeir sem eiga það eftir fá miðana afhenta við miðasöluna í Boganum. Þeir sem ekki komast á leikinn fá þá afhenta fyrir næsta heimaleik.?

Mynd: Úr safni.
Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is