Breytt veðurspá


Veðurspáin hefur breyst til hins verra, því nú er viðvörunin, sem í morgun var gul, orðin appelsínugul. Og svo gul á aðliggjandi svæðum.

Fyrir Strandir og Norðurland vestra er spáin þessi: „Gengur í norðan hvassviðri eða storm með hríðarveðri. Jafnvel stórhríð um tíma á utanverðum Tröllaskaga. Samgöngutruflanir líklegar.“ Og fyrir Norðurland eystra: „Norðan stormur og stórhríð, vindstyrkur líklega 18-25 m/s. Afar líklegt að samgöngur geti farið úr skorðum.“

Snjóflóðahætta er möguleg.

Mynd: Veðurstofa Íslands.
Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is