Breskur útgefandi segir lesendur Ragnars óseðjandi


„Bókaforlagið Orenda Books, sem gefur út bækur Ragnars Jónassonar í Bretlandi, hefur ákveðið að flýta útkomu bókar hans, Náttblindu, á ensku. Þar með koma tvær glæpasögur hans út á sama ári ytra en slíkt er afar fátítt.

Náttblinda átti upphaflega að koma út um mitt næsta ár en hefur nú verið flýtt í ljósi þess hversu vel Snjóblinda hefur gengið. Á liðnu vori var Snjóblinda Ragnars mest selda bókin á Kindle hjá Amazon í Bretlandi og í Ástralíu. Fyrir skemmstu sagði Independent að í henni birtist „heillandi leiftur af myrkum og hrikalega ógnvekjandi sviðum mannlífsins.“ Þá samdi Ragnar um útgáfu á bókum sínum í Bandaríkjunum við St. Martin’s Press sem einnig gefur út bækur Arnaldar Indriðasonar og Yrsu Sigurðardóttur.

ist ekki Books í London nú í desember (Snjóblinda var gefin út í takmörkuðu upplagi í vor af því tilefni) var þetta engin spurning. Bóksalar um allt Bretland eru mjög áhugasamir og lesendur Ragnars eru hreinlega óseðjandi! Fyrir óþekktan, erlendan höfund hafa viðbrögðin nánast verið fordæmalaus. Auðvitað er mikill áhugi á norrænum glæpasögum og íslenskum þar með en við héldum að það tæki miklu lengri tíma að koma Ragnari á kortið.“

Samkvæmt upplýsingum frá Veröld, útgefanda Ragnars á Íslandi, er Ragnar nýkominn heim af Edinborgarhátíðinni þar sem uppselt var á samtal hans við skoska glæpasagnahöfundinn Malcolm Mackay.“

Fréttatíminn.is greindi frá þessu á dögunum.

Mynd: Sigurður Ægisson | [email protected]
Texti: Fréttatíminn.is / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]