Brasilískir tónar


Tónleikar verða í Siglufjarðarkirkju annað kvöld, laugardag, og hefjast þeir klukkan 20.30.

Brasilíski gítarleikarinn og söngvarinn Ife Tolentino á að baki langan og litríkan feril í heimalandi sínu, þar sem hann hefur starfað með ýmsum frábærum listamönnum. Ife hefur verið tíður gestur á Íslandi undanfarin ár í boði Óskars Guðjónssonar, en þeir kynntust í London þegar Óskar var búsettur þar. Árið 2014 kom út diskurinn Vocé Passou Aqui, sem þeir félagar hljóðrituðu hér á landi ásamt fleiri íslenskum tónlistarmönnum, og væntanlegur er nýr diskur með lögum Ife, sem sami hópur hljóðritaði á nýliðnu ári.

Á tónleikunum leikur Eyþór Gunnarsson með þeim Ife og Óskari, en hann kemur einnig við sögu á báðum diskunum.

Á efnisskránni eru lög eftir Ife Tolentino í bland við sígild Bossa Nova lög eftir nokkra af helstu höfundum brasilískrar tónlistarsögu.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is