Botsía og Góugleði


Í gær kepptu Snerpufélagar við bæjarstjórnendur Fjallabyggðar í botsía. Um
kvöldið tók við Góugleði á Hannes Boy Café, þar sem borinn var fram
frábær matur eldaður af Guðna Sveinssyni, síðan kom Gunna fóstra fram
sem ?frænkan? að talið er í 21. skipti, með sínum meðsöngvurum og
hljómsveit. Eftir verðlaunaafhendingu tók svo dansinn við og undir honum
léku hinir víðfrægu ?Heldrimenn?. Þetta var hin ánægjulegasta skemmtun
og ekki annað að sjá en að allir væru verulega sáttir um hvernig til tókst.

Hér koma myndir.

Myndir og texti: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is