Börnin á Selskál í óvissuferð


Þegar fréttamaður leit út um gluggann rétt í þessu sá hann börn á göngu í halarófu á mörkum Ártúns og Fossvegar. Berglind Ýr Birkisdóttir leiddi hópinn og Fanney Ásgerður Hafliðadóttir sá til þess að ekkert þeirra týndist úr röðinni.

Kom í ljós að þetta voru leikskólakrakkar af Selskál í óvissuferð í blíðviðrinu.

Var tekið vel í að sitja fyrir á einni mynd eða svo.

Síðan var förinni haldið áfram, syngjandi.

Hér er fylkingin á göngu.

Óneitanlega glæsilegur hópur.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is